4.12.2011 | 20:29
Magmaleikurinn endurtekinn og Nubo kaupir Grímsstaði
Ef ég man rétt þá var það Katrín Júlíusdóttir sem leiðbeindi Kanadamönnum í gegnum lagafrumskóginn og lét ráðleggja þeim að stofna skúffufyrirtæki í Svíþjóð, því að þá mættu þeir í nafni þess kaupa það sem þeir annars mættu alls ekki kaupa. Farið var yfir allt það ferli á sínum tíma og það metið löglegt. Og nú ætlar hún að endurtaka leikinn og leiðbeina Huang Nubo í gegnum frumskóginn svo að hann geti fjárfest hér eins og hann lystir. Hversu ógeðfellt sem þetta nú er, þá er alveg ljóst að þetta er löglegt. Það kæmi mér alls ekki á óvart að endalokin yrðu þau að Huang Nubo keypti Grímsstaði eftir allt saman. Það verður gert undir hentifána einhvers Evrópuríkis sem hýsir skúffufyrirtæki hans a la Magma Energy SE.
Sakar Ögmund um dylgjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara að benda þér á að þetta er bull. 2009 áður en Katrín tók við var fundur í Iðanaðaráðuneyti þar sem Magma var upplýst um lög og reglur hér. Bendi t.d. á þennan bút úr frétt frá 2010 eftir að Vg héldu þessu fram:
"Iðnaðarráðherra segir ráðuneyti hennar ekki leiðbeina neinum um það hvernig fara eigi á svig við lög. „Hins vegar koma hundruð manna og lýsa fyrirætlunum sínum um stofnum fyrirtkæja og einar eða aðrar fyrirætlanir," segir Katrín. Ráðuneytið geri ekki annað en að veita upplýsingar um lög sem taka þurfi tillit til.
En menn vilja náttúrulega hafa það sem best hljómar hér á netinuHún segist vita af fundi í ráðuneytinu hinn 30. apríl 2009, áður en hún settist í stól ráðherra. Þar hafi ekkert annað verið gert en að veita upplýsingar um hvaða löggjöf menn þyrftu að taka tillit til þegar þeir hæfu starfsemi hér á landi.
Katrín segir að magma hljóti að hafa lögmenn á sínum snærum til að fræða fyrirtækið um íslensk lög og geti varla ætlað að treysta á iðnaðarráðuneytið í þeim efnum. Umhverfisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hún vildi láta rannsaka aðdragandann a'ð kaupum Magma á HS orku. Iðnaðarráðherra segist ekki átta sig á hvað eigi að rannsaka. Sveitarfélög hafi selt fyrirtækið til einkaaðila sem hafi svo selt það öðrum einkaaðilum. „Já mér finnst það undarlegt því að það hefur alltaf legið fyrir," segir Katrín. Það séu engar nýjar fréttir í þeim efnum."
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.12.2011 kl. 21:01
Rólegur nafni. Ég ásaka iðnaðarráðherra ekki um nokkurn skapaðan hlut annað en það sem hún sjálf segist gera:
"Iðnaðarráðherra segir ráðuneyti hennar ekki leiðbeina neinum um það hvernig fara eigi á svig við lög. „Hins vegar koma hundruð manna og lýsa fyrirætlunum sínum um stofnum fyrirtkæja og einar eða aðrar fyrirætlanir," segir Katrín. Ráðuneytið geri ekki annað en að veita upplýsingar um lög sem taka þurfi tillit til."
Þetta er nákvæmlega það sem ég kalla " leiðbeindi Kanadamönnum í gegnum lagafrumskóginn og lét ráðleggja þeim að stofna skúffufyrirtæki í Svíþjóð, því að þá mættu þeir í nafni þess kaupa það sem þeir annars mættu alls ekki kaupa. Farið var yfir allt það ferli á sínum tíma og það metið löglegt."
Það sem ég er óánægður með er ekki endilega það sem Katrín gerir, heldur að íslenskt lagaumhverfi skuli vera þannig að þessir gerningar séu löglegir. Vinstri grænum hefði verið nær að vinna að breytingum á þessu lagaumhverfi heldur en að saka Katrínu um að "fara á svig við lög", því að það er hún vissulega ekki að gera. Tókstu nokkuð eftir því sem ég segi í færslunni hér að ofan: "Hversu ógeðfellt sem þetta nú er, þá er alveg ljóst að þetta er löglegt."
Lögin okkar eru bara ekki betri en þetta og það er því við löggjafann að sakast. Ég hef kannski ekki verið nógu skýr á því í færslunni minni en mér fannst það þó felast í þessu síðast tilvitnuðu orðum.
Magnús Óskar Ingvarsson, 5.12.2011 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.