Dó standandi á höndum

17 ára þýskur ferðamaður á Korsíku lét lífið síðastliðinn laugardag við óvenjulegar aðstæður. Drengurinn, sem var í skólaferðalagi, ákvað að bregða á leik með félögum sínum og stóð á höndum við ljósastaur á tjaldsvæðinu sem þeir gistu á.

Svo illa vildi til að drengurinn, sem var berfættur, rak fæturna í ljósastaurinn með þeim afleiðingum að hann fékk raflost og lét lífið í kjölfarið. Félagar drengsins fengu í kjölfarið áfallahjálp og haft var samband við ræðismann Þýskalands á eynni.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.fr að ekkert hafi fundist athugavert við ljósastaurinn, engir vírar stæðu út úr honum eða neitt slíkt. Þá sé ljósastaurinn á fjölförnum stað þar sem allt að 300 manns fari framhjá á degi hverjum.

 

Það er ósköp einfalt að þessu ljúga Frakkarnir. Það er svo gjörsamlega útilokað að ljósastaur sem ekkert er að drepi mann af raflosti. Vera má að ekkert sé lengur að staurnum, en það þarf að tala vandlega við þann sem skoðaði staurinn fyrstur. Var það með einhverju móti hans hagsmunamál að staurinn væri í lagi?


mbl.is Dó standandi á höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband