Nauðgunarákæra klýfur smábæ

Af hverju hefur maður staðið í þeirri meiningu að Bandaríkin væru skárri en Indland?
mbl.is Nauðgunarákæra klýfur smábæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður. Bandaríkin, sem og Indland, eru ekki lítil, fyrirsjáanleg, mono-cultural krummaskruð eins og Ísland. Meira að segja aðallega norræna og þýska, nær eingöngu mótmælendatrúar, litla Idaho, sem er ekki partur af "venjulegu" Bandaríkjunum, þaðan sem fréttin er, en minnir um margt á Ísland hvað varðar íbúasamsetningu, uppruna og fleira af því taginu miðað við það sem gerist um Bandaríkin sem heild, er þó fjölmenningarlegra, fjölbreyttara og byggðar fleiri gerðum manna en Ísland. Það á þó varla við litla bæji af þessu tagi, þangað sem óhvítur maður ógjarnan vill flytja. Það að tjá sig með þeim hætti að alhæfa um hundruða milljóna samfélög með þeim hætti sem þú gerir "Bandaríkin eru svona" , "Indland er hinsegin", "Þessir Bandaríkjamenn..." / "Þessir Indverjar...." er dæmi um hick-mennsku og hillbillyhátt einmitt af því tagi sem svo algengur er á litla mono-cultural Íslandi og í þessu mono-cultural hick-town í Ameríku, sem langt því frá ber vitni hinni margfallt fjölbreyttari og ólíkari íbúasamsetningu hennar. Manneskja frá New York eða París myndi aldrei láta svona þvaður sér um munn fara. Nema mögulega einhver nýinnfluttur wahabi frá Afghanistan um "hið illa vestur", nú eða nýinnfluttur Íslendingur eða þá íbúi frá einhverju Hicktown í Idaho.........Enginn upplýstur, menntaður maður tjáir sig með þessum hætti. Farðu og lestu smá Bandaríska menningarsögu. Það er nóg úrval af slíku í Þjóðarbókhlöðunni. Og lestu smá um Indland, þess mörgþúsund ára sögu og þúsundir þjóðarbrota sem þar búa, og þeirra gjörólíku og einstöku menningu, sem eru ólíkari hver annarri en menning Íslands er frá menningu Ghana um margt. Síðan skalltu tjá þig aftur væni. Einn Bandaríkjamaður á almennt jafnmikið sameiginlegt með öðrum og Leoncie með Kára Stefánssyni. Þetta er ekki meðalmennskubýli "allir verða að vera eins" sjúkdómsins og smáborgaraháttsins eins og Ísland, nú og krummaskurðið þarna í Idaho.

Indian-American. (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 06:06

2 identicon

"Síðan skalltu tjá þig aftur væni" ...?!? Þvílíkt yfirlætishrokafífl, æi þegiðu.

Tumi (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 09:13

3 identicon

Sorglegt að sjá fólk eins og Indian-American tjá sig eins og hann/hún gerir. Hellir sér yfir bloggarann og ásakar hann um að alhæfa um menningu Ameríku og Indlands en alhæfir svo oft og mörgum sinnum um menningu Íslands, Idaho og jafnvel Ghana.

Ef þetta er ekki að kasta steinum úr glerhúsi þá veit ég ekki hvað. Þetta er ótrúlega heimskulega framsettur pistill jafnvel þó með góðum vilja megi sjá hvað bréfritari er að reyna að segja. það er bara aldrei gott að skammast yfir alhæfingum með alhæfingum!!!

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 11:01

4 identicon

Ég er sammála því að yfirlætið og hrokinn er til skammar, en hvernig er hann/hún að alhæfa um menningu Ghana? Það er staðreynd að menning Indlands er svo ótrúlega fjölbreytt, að eitt þorp er oft  ólíkara öðru en fjarlæg lönd í sitthvorri heimsálfunni. Indland er fjölkynþátta, fjöltrúarlegt land. Hindúismi er algengasta trúin þarna, en það segir ekki neitt, því Hindúismi er ekki trú eins og Islam sem fer eftir einhverjum bókum og reglum og er svo smá krydduð með siðum héðan og þaðan. Hindúismi er svo ótrúlega fjölbreytt trúarbragð að eins manns verið ólíkari Hinúisma næsta manns heldur en Móðir Teresu systur og Church of Satan. Túlkanirnir eru bara svo margar og fjölbreyttar, og siðirnir svo gerólíkir hver öðrum. Og Bandaríkin eru ennþá fjölbreyttari en Indland, þetta er bara satt. Þau eru fjölmenningarlegasta þjóð heims. Það er líka satt Ísland er ekki mjög fjölbreytt land. Kíktu bara á tölfræðina um Ísland eins og CIA world fact book. Það þarf engar "skoðanir" á staðreyndum. Það þarf heldur engar "skoðanir" til að skoða íbúa samsetningu smábæja Idaho. Bara tölfræði. Þar búa næstum bara hvítir af Norður-Evrópskum uppruna, og hlutfallslega rosalega mikið af fólki ættað frá Norðurlöndunum miðað við aðra staði í Bandaríkjunum, sem nætum allir eru kristnir og tilheyra nær allir sömu kirkjudeildunum. Hvernig er það að alhæfa um menningu að benda á slíkar staðreyndir? Fólk með sama bakgrunn, sömu trú og sama uppruna, sem býr í fámennu samfélagi, verður eðlilega alltaf líkara hvert öðru, og því auðveldara að alhæfa, en fólk á svæði þar sem bakgrunnur íbúa, viðhorf og gildi eru gerólík og lítið sem sameinar.

Klara (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 21:20

5 identicon

" Það á þó varla við litla bæji af þessu tagi, þangað sem óhvítur maður ógjarnan vill flytja."  Skrifar Indian-American.

Þó verður vart annað séð ef marka má mynd sem fylgir frétt um þetta á DV.is að sá sem heldur fótum stúlkunnar sé a.m.k. óhvítur.

farmann (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 22:39

6 identicon

Ætli það búi ekki svipað margir svartir menn þarna og á Akureyri? Hefurðu komið til Idaho, eða? Fjölmenningarlegustu hlutar Bandaríkjanna eru New York, California og Flórída. Idaho er með fimm mest mono-cultural ríkjunum og þar eru flestir hvítir.

Alex (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband