28.1.2013 | 11:50
Ísland vann Icesave-málið
Dagurinn í dag verður í sögunni einhver merkasti dagur þjóðarinnar frá upphafi. Nú hefur þjóðin fengið endanlega staðfestingu á því að Bretar vissu frá fyrstu stundu að þetta væri tapað mál fyrir þá. Þess vegna vildu þeir ekki höfða mál heldur bara gera ósanngjarnar ribbaldakröfur á hendur Íslendingum.
Helstu talsmenn þeirra hérlendis voru nokkur lítilmenni sem skipa svokallaða ríkisstjórn hér á landi. Þessi hópur var tvívegis rassskelltur í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þau vildu að íslenska þjóðin tækist á hendur ábyrgð fyrir greiðslunum. Lítilmennin gerðu hvern samninginn á fætur öðrum við bresku ribbaldana og vildu berja í gegn hér. Þeim gekk bara nokkuð vel að fá samþykki jámenna sinna á Alþingi, en öllu ver gekk að fá þjóðina til að gjalda jáyrði sitt. Enda á ALDREI að samþykkja það að þjóðin sé í ábyrgð fyrir skuldum eða skuldbindingum af nokkru tagi sem einkaaðilar hafa stofnað til.
Þessi niðurstaða sem nú er fengin sýnir og sannar endanlega að þeir sem alla tíð vildu að ekki yrði samið um eitt eða neitt og að dómstólaleiðin yrði farin, höfðu allan tímann rétt fyrir sér. Eignir Landsbankarústarinnar í Bretlandi eru nægar til að greiða allar skuldir og þó meira væri.
Ísland vann Icesave-málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hananú til hamingju þjóðhollir Íslendingar
Jón Sveinsson, 28.1.2013 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.