3.2.2013 | 17:20
3 milljónir frá ríkisstjórninni
Það ber að virða sem vel er gert. Samt get ég ekki varist þeirri hugsun að þetta framlag ríkisstjórnarinnar hefði að ég held ekki staðið undir launahækkun spítalaforstjórans í eitt ár ef hún hefði staðið óröskuð.
Annað langar mig að nefna hér og það eru undirtektir þjóðarinnar við þessari söfnun. Mér finnst þær dræmar og ætti fólk að skoða hvort það hafi nú ekki alveg efni á að leggja fram 1500 krónur með því að hringja eitt símtal. Síðast þegar ég vissi voru framlögin orðin 13 milljónir sem samsvarar 1500 króna framlaginu frá um það bil 8700 manns. Það finnst mér ekki nóg. Við getum svo auðveldlega miklu betur en þetta. Aheitasíminn er 908 15 15 sem skuldfærir sjálfvirkt 1500 krónur inn á símreikninginn. Einnig er hægt að fara inn á lifsspor.is og velja sjálf(ur) upphæð.
Rétt er að hér komi fram að ég var með vitlausa tölu en hún hefur nú verið leiðrétt. Svo sögðu frétti frá því núna að fjárhæðin væri orðin 23 milljónir, svo að margir hafa tekið við sér. Mér þætti samt gott að fá meira, því að þetta er mjög þarft.
3 milljónir frá ríkisstjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.