24.2.2013 | 01:14
Kristin gildi ráði við lagasetningu
Þetta er öfgafull samþykkt og ekki af hinu góða. Ungliðarnir voru miklu skynsamari í þessu. Afstaða hinna eldri sem náðu þessari samþykkt í gegn byggist á nákvæmlega sams konar öfgahugsun eins og sharia-lögin í islömsku löndunum. Það er ekki heilbrigt. Það er vonandi að ungu sjálfstæðismennirnir haldi fast við sitt, því að þeir munu landið erfa. Kannski vinna þeir að því að skilja á milli ríkis og kirkju endanlega. Það er til skammar að hafa ákvæði í stjórnarskrá sem gerir ráð fyrir sérstakri "ríkiskirkju". Og samt er ákvæði um trúfrelsi og jafna stöðu trúarbragða. Þetta er í mótsögn hvort við annað.
Kristin gildi ráði við lagasetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja, Magnús Óskar, heldur þú að kristinn siður bjóði handarhögg þjófa?
Hvað ertu þá að bera þessa samþykkt saman við hin öfgakenndu sjaríalög?
Jón Valur Jensson, 24.2.2013 kl. 04:06
Jæja, Jón Valur! Ég ætla bara að biðja þig að lesa almennilega það sem ég skrifaði og vera ekkert að ætla mér aðrar skoðanir en þar koma fram. Mér dettur ekki í hug að líkja okkar löggjöf með neinum hætti við sharía-lögin, hvað þá að ég sé að bera samþykkt sjálfstæðismanna saman við þau. Hvar þykist þú hafa lesið það í mínum skrifum? Hins vegar grundvallast lagasetningin á sömu hugsun ef vilji sjálfstæðismanna fær að ráða samkvæmt þessari samþykkt. Það góða í þessu er þó það að samkvæmt fréttunum þá var þetta mjög umdeilt og samþykkt með afar litlum meirihluta. Unga fólkið sá í gegnum ruglið og á heiður skilinn.
Magnús Óskar Ingvarsson, 24.2.2013 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.