24.7.2009 | 21:38
Upphaf
Orð eru til alls fyrst. Allt þarfnast umræðu að einhverju marki, þó svo að vissulega sé markið stundum lágt. Ætti ég að skreppa í bíó í kvöld? er dæmi um úrlausnarefni, sem ekki þarfnast umræðu nema svona minimum.
Loks er þetta blogg byrjað. Oft hef ég hugsað, en alltaf frestað aðgerðinni. Af því bara. Þarfnast ekki umræðu.
Margt annað þarfnast umræðu. Tildæmis ástandið í þjóðmálum um þessar mundir. Svo mikið er að gera á þingi að þingfundum er frestað í 10 daga. Það er bara til þess að gefa stjórnarforsprökkum færi á því að handjárna eigin liðsmenn og tryggja þannig framgang Æseifs. Æseifur er auðvitað glapræði, en glapræði verða líka að fá framgang, því að annars gæti ekkert verið til, sem héti glapræði. Setjum sem svo að þingið felldi Æseif. Þá væri það ekki glapræði og Æseifur sem hefur verið felldur gæti því aldrei orðið að glapræði. Án Æseifs fáum við aldrei opnaðar lífsnauðsynlegar lánalínur. Það er ljóst að "vinir" okkar á Norðurlöndum, sem sögðust ekki tengja saman lán til okkar annars vegar og Æseif hins vegar, tengja þetta tvennt einmitt saman. Og áður en búið er að ganga frá lánsloforðum Skandínavanna til okkar neitar AGS að endurmeta stöðu okkar. En auðvitað er þetta samt algjörlega óháð. Jamm.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:40 | Facebook
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.