Skemmdarfýsn

Í fréttinni segir: "Sást til fullorðins manns, um fertugt, í brúnum frakka. Maðurinn er nær sköllóttur og ekur um á Opel Corsa. Hann skvetti rauðri málningu á hús og grindverk Hreiðars." Með öll þessi smáatriði ætti lögreglan að geta fundið manninn. Svo hefur hann væntanlega verið með rauðar (og kannski grænar?) málningarslettur á frakka sínum og líklega buxum og skóm. Nú er bara að fara í gegnum alla skráða Opel Corsa og athuga kyn og aldur eigandans að því gefnu að hann hafi verið á eigin bíl. Líkur eru á að stýri og jafnvel sæti og pedalar bílsins séu með málningarblettum.

 Það er undarleg árátta þessi skemmdarfýsn, sem hefur ekkert upp á sig nema að vekja andúð andúð almennings. Sú andúð beinist gegn málaranum en ekki þolandanum. Þannig snýst svona gjörningur alltaf í höndum gerandans. Hann verður enn meira fyrirlitinn en sá sem skeytunum var beint að í upphafi.


mbl.is Sást skvetta málningu á húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Veistu hvað...í flestum tilvikum væri ég sammála þér! En ekki núna.

Ég held að flestir Íslendingar vilji helst sjá þessa menn á brott, helst sviftir ríkisborgararétti, landlausir og brottrækir.

Það væri fín lúkning því að aldrei munu þessir aðilar sæta refsingu, annari en þeirri að þeim sé vorkennt þegar einhver raðslettir þá.

Ellert Júlíusson, 6.8.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ellert, takk fyrir innlitið. Ég segi eins og þú að ekki sæi ég eftir þessu liði úr landi. En húsin yrðu náttúrlega eftir og þau hafa ekki brotið á nokkrum manni. Skemmdarverk af hvaða tagi sem er eru óverjandi og gerendum sínum til lítils sóma. Þeir mættu mín vegna verða burt af landi líka.

Magnús Óskar Ingvarsson, 6.8.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband