Ekkert þingræði

Það er bara algjörlega rangt hjá prófessornum í stjórnmálafræði að hér sé þingræði. Hér er ekki þingræði nema í orði kveðnu.

Raunverulega er hér ofstoparæði ráðherra. Ráðherrar stilla þinginu upp við vegg og segja: Ef þingið ekki samþykkir það sem ríkisstjórnin vill þá er stjórnin fallin. Þetta hefur gengið svona í áratugi. Það þýðir það að þegar til kastanna kemur þá ræður þingið engu og það er sko ekki þingræði. Það er bara bull þó svo að það sé Gunnar Helgi sem segir það.

Ef hér væri raunverulegt þingræði, þá væri staðan sú, að ríkisstjórnin framfylgdi því sem þingið samþykkir, annars nyti hún ekki trausts þingsins og félli. Það er allt annar valdastrúktúr en sá sem hér er raunverulega viðhafður þó svo að stjórnarskráin geri ráð fyrir raunverulegu þingræði. Það er bara ekkert farið eftir því í raun, því miður.


mbl.is „Hér er þingræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það sem þú lýsir er ekki þingræði heldur það að þingið færi með framkvæmdavald, sem það gerir ekki í okkar kerfi, sem er þingræði, þ.e. stjórn hefur meirihluta þings á bak við sig. Ef hún missir þann meirihluta er hún fallin, svona einfalt er þingræðið. Ráðherrar hóta en þingið ræður að lokum. Þingmenn geta ekki skotið sér á bak við það að ráðherrar hóti þeim. Það er aumingjaháttur.

Skúli Víkingsson, 30.9.2009 kl. 23:23

2 Smámynd: Skaz

Skúli, það sem Magnús lýsir er nákvæmlega þingræði, þ.e.a.s. þar sem að þing semur lög og ríkisstjórn kemur þeim í framkvæmd. Hér á landi hefur ríkisstjórn undanfarin ár samið lögin, lagt þau fram og Alþingi svo samþykkt.

Það sem enginn virðist skilja er það að Ögmundur er að tala um það að Alþingismenn fari þvert á flokkslínur í málum og hugsi og framkvæmi sjálfstæðari vinnubrögð í þingstörfum sínum. Og að þeir séu ekki heilalausar flokksbrækur, eða aumingjar eins og þú kallar það.

Íslenskir þingmenn eru aumingjar, sorrý en það er satt. Það eru ekki algengar uppákomur að þingmenn kjósi þvert á vilja flokksins, eða í raun eftir sannfæringu sinni.

Skaz, 30.9.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband