Verstu fréttir allrar Íslandssögu látnar bíða

Niðurstöður þessarar nefndar liggja sem sagt ekki fyrir. En hitt liggur fyrir síðan fyrir 8 vikum eða svo, að þegar niðurstöðurnar koma, þá verða það verstu fréttir sem nokkur nefnd hefur þurft að færa þjóð sinni. Eða svo sagði Páll Hreinsson í viðtali í sjónvarpi fyrir svona tveimur mánuðum. Vonum að þrátt fyrir vondar fréttir þá verði niðurstaðan ekki dregin á langinn aftur og aftur og aftur svo að allir gefist upp á að bíða. Vonum að allt verði dregið fram í dagsljósið, hversu afkáralegt og skelfilegt sem það nú kann að vera. Við viljum fá sannleikann upp á borðið. Engan hálfsannleika takk, sem oftast er óhrekjandi lygi. Við höfum fengið nóg af óhrekjandi lygi að undanförnu.
mbl.is Rannsóknarskýrslu seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt, því stemmir það ekki að hún sé ekki eða geti ekki verið tilbúin fyrir 1.nóv. Annars hefði nefndin ekki geta tilkynnt þetta með hversu slæmar fréttirnar yrðu.

Dísa (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 14:27

2 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Erlent rannsóknarlið til landsins.

Spilling.  Stjórnvöld með fjórflokkinn í fararbroddi kaupa sér tíma. Ekki er ráðlagt að lýðurinn fái að sjá 10% spillingarinnar að svo stöddu. Hér á landi ríkir mikil óstjórn. Hrungerendur hafa haft tíma til að hylja sporin, en einhverjum verður þó fórnað. Ég spái því að þjóðin fái að sjá  um 10% spillingarinnar með störfum rannsóknarnefndar Alþingis.

 Hér á landi verður engin sátt nema að hingað streymi erlendir sérfræðingar til rannsókna á stærsta bankasvindli Evrópu.  JJB Sports í Bretlandi hefur fengið sérstakt rannsóknarteymi á sig enda eru þar Kaupþings bankamenn í flæktir í gerningum sem Bretar vilja rannsaka ofaní kjölinn. Það myndi ekki geta gerst á Íslandi, þar sem fjórflokkurinn verndar "sitt fólk".  Bretar beita Landsbankann og Kaupþing hryðjuverkarlögum, við vitum ekki enn vegna hvers. Hvað er í gangi. Er ekki hægt að segja þjóðinni frá sannleikanum, er hann svo svakalegur? Niður með fjórflokkinn, byltingu strax.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 14.10.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband