Metan/bensín?

Ég sá í bloggi hjá einum fróðum (vonandi) að metan væri undir 200 bara þrýstingi (Það eru 200 loftþyngdir). Þá væri orkuinnihald þess 7,2 megajúl/lítra en bensíns 34,8 megajúl/lítra. Nú sel ég ekki þessar tölur dýrar en ég keypti þær, en þær eru fróðlegar. Þær segja mér það að á fullum 50 lítra tanki af metani kæmist ég ekki nema 100 km borið saman við 550 á fullum bensítanki. Ekki þættu það góð skipti. En nú vantar alla tengingu við fréttina: Hversu margir "rúmmetrar" yrðu þessir 50 lítrar við þrýstinginn 200 bör? Og jafnframt hversu mörg kíló borið saman við þau 40 kíló sem 50 lítrar af bensíni eru?

Ef eitthvað er að marka þessar tölur sem ég rændi frá einum ágætum bloggara, sem og það atriði að einn "rúmmetri" samsvari tæplega einum bensínlítra að orkugildi,  þá ættu að vera svona um það bil 0,2 rúmmetrar samþjappaðir í 1 lítra við þrýstinginn 200 bör. En hvað þá með massann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 850

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband