Metan/bensín?

Ég sá í bloggi hjá einum fróðum (vonandi) að metan væri undir 200 bara þrýstingi (Það eru 200 loftþyngdir). Þá væri orkuinnihald þess 7,2 megajúl/lítra en bensíns 34,8 megajúl/lítra. Nú sel ég ekki þessar tölur dýrar en ég keypti þær, en þær eru fróðlegar. Þær segja mér það að á fullum 50 lítra tanki af metani kæmist ég ekki nema 100 km borið saman við 550 á fullum bensítanki. Ekki þættu það góð skipti. En nú vantar alla tengingu við fréttina: Hversu margir "rúmmetrar" yrðu þessir 50 lítrar við þrýstinginn 200 bör? Og jafnframt hversu mörg kíló borið saman við þau 40 kíló sem 50 lítrar af bensíni eru?

Ef eitthvað er að marka þessar tölur sem ég rændi frá einum ágætum bloggara, sem og það atriði að einn "rúmmetri" samsvari tæplega einum bensínlítra að orkugildi,  þá ættu að vera svona um það bil 0,2 rúmmetrar samþjappaðir í 1 lítra við þrýstinginn 200 bör. En hvað þá með massann?


Dregur úr fjölda ljósabekkja

Það er gleðileg þróun ef ljósabekkjum fækkar. Helst ætti að banna þá með öllu, því að þeir eru ámóta skaðlegir og sígarettur, ef ekki verri. Er nokkru betra að fá húðkrabbamein heldur en lungnakrabba? Nei, alls ekki. Sortuæxli eru gífurlega hættuleg.
mbl.is Ljósabekkjum hefur fækkað mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Birna

Hvað í ósköpunum var Hanna Birna að hugsa í upphafi að taka þessa stöðu á vegum borgarinnar? Hún mátti alveg ganga að því vísu fyrirfram að það gæti aldrei gengið. Annaðhvort væru flokkarnir í samstarfi eða ekki. Vonandi verður Sjálfstæðisflokkurinn beittari í andstöðunni við Gnarrinn en hann hefur verið hingað til. Skólasameiningarnar eru fáránlegar og munu kosta ámóta eða meira en meiningin er að spara með þeim.
mbl.is Hættir sem forseti borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 milljónir rúmmetra

3 milljónir rúmmetra af gasi er talsverður slatti hvernig sem á málin er litið. En rúmmetramælieining á lofttegund segir manni ekkert ef ekki fylgir sögunni undir hvaða þrýstingi gasið er. Miklu greinarbetra væri að fá upplýsingar um tonnafjöldann. Hve mörg kíló eru í einum rúmmetra? Er hér verið að miða við einnar loftþyngdar þrýsting eða meira? Ef einn rúmmetri samsvarar rúmlega einum bensínlítra, þarf ég þá 50 rúmmetra tank á bílinn minn til þess að koma í staðinn fyrir 60 lítra tankinn sem ég er með? Nei annars, bara smádjók. En í fyllstu alvöru, rúmmál gass segir mér ekkert ef ég fæ ekki nánari upplýsingar.
mbl.is Metan gæti knúið 30.000 bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gestastofa á Þorvaldseyri

Þetta framtak Ólafs á Þorvaldseyri er aðdáunarvert. Þar fer maður sem kann að hugsa og lætur ekki þar við sitja, heldur hrindir hlutunum í framkvæmd.

Við værum ekki í slæmum málum sem þjóð eins og nú er raunin ef ráðamenn hefðu örlítinn snefil af hugmyndaauðgi, getu og áræði þessa heiðursmanns.


mbl.is Opna gestastofu á Þorvaldseyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alla tíð augljóst

Það hefur blasað við alveg frá hruni að Bretar og Hollendingar hafa alls ekki viljað að Icesave málið færi dómstólaleiðina. Það fyrsta sem þeir gerðu í viðræðum var að aftaka það með öllu og krefjast þess að samið yrði um málin. Spyrjum nú: Hvers vegna það? Svarið er algjörlega augljóst og hefur alltaf verið það. Dómstólaleiðin hentaði þeim ekki vegna þess að þeir sáu í hendi sér að hver sem niðurstaðan yrði úr dómi, þá væri það þeim ekki hagstætt. Þetta hefur alltaf blasað við. Þess vegna kröfðust þeir samninga. Þeir aumingjar sem fengnir voru til að semja fyrir Íslands hönd gengust undir fáránlegar kröfur, ekki einu sinni heldur tvisvar. Ríkisstjórn Íslands (les: Steingrímur og Jóhanna, því að aðrir mega ekki opna munninn) hefur gengið erinda Breta og Hollendinga í málinu alveg frá öndverðu. Fyrst skyldi Icesave I samþykkt af Alþingi óséð. Það gekk ekki þannig og sú staðreynd er það eina sem hægt er að virða við þá sem skipa þetta þing. Svo var gengið frá Icesave II, sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslunni í fyrra því að hann var tóm lögleysa frá upphafi til enda. Þá var búinn til Icesave III með tilstyrk þaulæfðra amerískra samningamanna. En hann var alveg sama lögleysan. Vextir hátt í þrefalt hærri en leyfilegt er. Gengist undir að öll vafamál yrðu dæmd eftir breskum lögum og fleiri óhæf atriði. Enda var þessu hafnað í síðustu atkvæðagreiðslu, þar sem nei-ið varð sterkara en nokkur hefði þorað að spá.
mbl.is Ráðgáta að Ísland skyldi ekki vísa í 111. grein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útspilið

Það er aldeilis af hinu góða að samningar skuli vera rétt að segja að nást og að manni skilst til langs tíma. Það veit á gott. En hvað var spilið uppi í erminni sem ríkisstjórnin slengdi allt í einu á borðið og breytti stöðunni úr þrátefli í góða stöðu?
mbl.is Ræðst af svari í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilgreining fátæktarmarka

Hver eru hin „skilgreindu fátæktarmörk“ sem um er rætt og hvernig skilgreinir OECD þau? Hvaða hlutfall íbúa á Íslandi er undir fátæktarmörkunum?

„...tekjubil er undir meðaltali OECD.“ segir í fréttinni. Hvað er hér átt við með tekjubil? Og hvert er meðaltal OECD í þeim efnum? Og er það til góðs eða ills að „tekjubil“skuli vera undir því meðaltali?

Hér vantar bæði haus og hala á fréttina og hún vekur fleiri spurningar en hún svarar.  Það þyrfti að endurvinna þetta frá grunni.


mbl.is Jákvæð upplifun á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegt fordæmi?

„Deilan þykir skapa það hættulega fordæmi að almenningur geti komist hjá skuldum,“ segir Leigh Phillips blaðamaður. Þarna ætti auðvitað að segja frá því að ekki er um það að ræða, hvorki hér á landi né annars staðar, að almenningur sé að komast hjá sínum eigin skuldum. Það er ekkert athugavert við það að almenningur geri allt sem í hans valdi stendur til þess að forðast að taka á sig byrðar vegna ráðstafana glæpamanna sem hvergi eiga heima nema á bak við rimla. Þá skiptir engu máli hvort um ræðir Ísland, Portúgal, Grikkland eða hvaðeina annað. Almenningur hefur aldrei ráðið neinu um afleiki fjármálaspekúlantanna, sem eingöngu miðuðu að því að efla eigin hag.
mbl.is Óttast fordæmi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxandi atvinnuleysi

Enn vex atvinnuleysið á Suðurnesjum. Og ekkert er gert þrátt fyrir fögur fyrirheit síðasta haust. Rétt er að halda þessu til haga.
mbl.is Atvinnuleysi áfram 8,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband