Schengen

Hvernig stendur á því að það er eins og menn hafi ekki hugmynd um hvað stendur í þessum samningum né heldur hvað það þá þýðir? Eru þetta allt tómir hálfvitar eða hvað? Annað hvort má setja upp svona landamæraeftirlit eða þá ekki og ekkert humm/he með það.
mbl.is ESB í vafa vegna danskra landamæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þverrandi virðing ekki frétt

Það er ekki frétt að virðing almennings fyrir Alþingi sé hratt minnkandi og nú um stundir orðin lítil sem engin. Þetta hefur verið þjóðinni alveg ljóst lengi. Alþingismenn hafa lengi hagað sér eins og raktir dónar og varla í húsum hæfir sakir munnsöfnuðar.

Það sem er fréttin í þessu er sú staðreynd að fyrst nú skuli einhverjir örfáir vera að vakna til vitundar um ástandið. Hingað til hafa menn flotið sofandi að feigðarósi og látið fáryrðum og fúkyrðum rigna yfir samkunduna eins og að þeir fái uppbót á laun sín fyrir þá iðju. Vonandi tekst einhverjum þingmönnum að sýna að þeir skammist sín bæði fyrir eigin frammistöðu og annarra. Þá er óskandi að þeim hinum sömu tækist að vekja verstu kjaftaskana til vitundar um það hvað þeir hafa í raun verið að gera.

Þingmönnum væri sæmst að hætta að væla undan skorti á virðingu þjóðarinnar og gera sér grein fyrir því að þessi staða er alfarið þeirra eigin sök. Í stað barlóms þyrftu þeir að ganga fram í heiðarleika og tala af virðingu hver fyrir öðrum og fyrir þeirri stofnun sem þeir starfa í. Öðruvísi vinnst ekki til baka sú virðing sem þeir sjálfir hafa troðið í svaðið á liðnum árum.


mbl.is Alþingi hefur glatað virðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklir fyrirvarar

Það er nýlunda að ég held að sjá fyrirvara af þessu tagi í kjarasamningum hér. En það er von að þetta sé gert. Hér stendur fyrst og fremst upp á ríkisstjórnina að standa við sinn hlut. En þar sem hún er þekktust fyrir það að standa ekki við orð sín er alveg eðlilegt að samningsaðilar báðir geri sitt besta til að reyna að verjast svikseminni. Svona fyrirvarar þýða bara nákvæmlega það að ríkisstjórninni er ekki treyst.
mbl.is Miklir fyrirvarar í samningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki "óeðlilegur dráttur"...

segir Innanríkisráðuneytið. Látum svo vera. En hvar eru mörkin? Hve langur drráttur er "eðlilegur" á svona máli?
mbl.is Fastur í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mislingar í Evrópu

Mislingar eru háskalegur sjúkdómur. Hann er bráðsmitandi og fer eins og eldur í sinu um landsvæði þar sem fólk hefur ekki verið bólusett gegn honum. Foreldrar, sem eru andvígir bólusetningum, eins og fjallað er um í greininni, eiga ÞVÍ MIÐUR sumir eftir að sjá eftir þeirri skoðun sinni og syrgja börn sín sárt, því að mislingar drepa stöku sinnum. En svo er líka það að mislingar leggjast enn þyngra á fullorðið fólk en börn og iðulega fylgir lungnabólga í kjölfarið. Því er til mikils að vinna að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins áður en allt fer í fár.
mbl.is Mislingar breiðast út um Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leynd...

... yfir fundargerðum stjórna fyrirtækja í eigu almennings á aldrei að líðast. Það eina sem af slíku hlýst er botnlaus spilling og óráðsía, því að stjórn sem ekki er undir eftirliti eigenda fyrirtækisins verður fljótlega óstjórn og hyglir sjálfri sér á alla enda og kanta. Dæmi Orkuveitu Reykjavíkur sýnir það og sannar svo að ekki verður um villst. Ætli við þurfum að bíða í 110 ár? Mér skilst að það verði undir þjóðskjalaverði einum komið. Hvað segir Ólafur Ásgeirsson? Að sjálfsögðu verður það stjórnarmönnum þessa tímabils til mikils álitshnekkis þegar hulunni verður svipt af vitlausum ákvörðunum þeirra og endalausum hyglingum, svo að kannski er rétt að leyfa þeim að hvíla í gröfinni í marga áratugi áður en sannleikurinn verður opinberaður. Eða hvað?
mbl.is Vill aflétta leynd af fundargerðum OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskavopn

Hér er ennþá ein sönnun þess hve háskaleg vopn þessar rafbyssur eru. Ef nokkuð er að marka þessa frétt, þá var maðurinn veikur en ekki með óspektir eins og ég skil það orð. Auðvitað eiga fimm lögreglumenn auk öryggisvarða að geta höndlað svona mál. Furðulegt að einn lögregluþjónninn skyldi ekki vera á vaktinni. Hvað var hann þá að gera þarna? Lögreglumaður sem er ekki á vakt eða í útkalli er þá varla í búningi og er bara almennur borgari á meðan svo er.
mbl.is Lést eftir Taser-rafstuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins á réttri leið

Loksins er þetta mál að fara í það far sem átti að stýra því í í upphafi. Það er að segja að Bretar og Hollendingar fengju greitt úr þrotabúi Landsbankans (Icesave) án þess að um nokkra ríkisábyrgð væri að ræða. Hvort þjóðirnar tvær velja svo þá leið að höfða mál er bara algjörlega þeirra val. Það er mjög hæpið að þær muni gera það og nánast alveg útilokað, vegna þess að þær vildu aldrei ljá máls á neinum málarekstri fyrir dómstólum og hafa ekki ennþá skipt um skoðun hvað það varðar. Ástæðan er alveg borðleggjandi: Bretar og Hollendingar vildu ekki stilla hinu meingallaða regluverki upp í dómsmáli og töldu að gallarnir væru slíkir, að sama hvernig málið sem slíkt færi, þá yrði regluverkið gjörónýtt og allt bankakerfi Evrópu í uppnámi. Þess vegna skyldi reyna að berja Íslendinga til samninga og græða hraustlega á þeim í leiðinni. Það hlyti að vera hægt að kúga fíflin til hlýðni. Það reyndist rétt hjá þeim, en enginn lét hins vegar kúga sig nema fíflin. Sem betur fer.
mbl.is Ákvörðun Moody's ekki óvænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herra X

Ég fæ nú ekki séð að það sé vandamál að má nafn Ragnars Önundarsonar út úr þessum gögnum öllum. Í stað nafns hans yrði sett Herra X og öllum væri jafn ljóst um hvern er rætt. Drífum bara í þessu til þess að friða karlugluna aðeins!
mbl.is Vill að nafn sitt verið tekið út af vefnum kortasamráð.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband