Loksins á réttri leið

Loksins er þetta mál að fara í það far sem átti að stýra því í í upphafi. Það er að segja að Bretar og Hollendingar fengju greitt úr þrotabúi Landsbankans (Icesave) án þess að um nokkra ríkisábyrgð væri að ræða. Hvort þjóðirnar tvær velja svo þá leið að höfða mál er bara algjörlega þeirra val. Það er mjög hæpið að þær muni gera það og nánast alveg útilokað, vegna þess að þær vildu aldrei ljá máls á neinum málarekstri fyrir dómstólum og hafa ekki ennþá skipt um skoðun hvað það varðar. Ástæðan er alveg borðleggjandi: Bretar og Hollendingar vildu ekki stilla hinu meingallaða regluverki upp í dómsmáli og töldu að gallarnir væru slíkir, að sama hvernig málið sem slíkt færi, þá yrði regluverkið gjörónýtt og allt bankakerfi Evrópu í uppnámi. Þess vegna skyldi reyna að berja Íslendinga til samninga og græða hraustlega á þeim í leiðinni. Það hlyti að vera hægt að kúga fíflin til hlýðni. Það reyndist rétt hjá þeim, en enginn lét hins vegar kúga sig nema fíflin. Sem betur fer.
mbl.is Ákvörðun Moody's ekki óvænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband