Ríkislögreglustjóri

... mun væntanlega gæta þess að ráðherrarnir fari að lögum í tillögum sínum og aðgerðum. Þau eru þekkt fyrir það að hrökkva stundum úr því fari, sérstaklega Jóhanna. En þá má svo sem alltaf breyta þessum lögum með nýjum og afturvirkum lögum ef núverandi lög flækjast fyrir.
mbl.is Stjórnvöld skoða aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki eindreginn stuðningur

Sú ákvörðun fundar VG að fella út orðið "eindregnum" úr ályktuninni jafngildir algjörri uppreisn gegn Steingrími. Alveg eins hefði verið hægt að samþykkja ályktun um að fundurinn lýsti yfir andstöðu við ríkisstjórnina. Það vantar hins vegar í fréttina hver var fjöldi atkvæða með og á móti. Það skiptir miklu máli.

Varðandi væntanlegan formannsslag þá er það að segja að af þeim kostum sem nefndir eru  er hvorugur góður. Katrín er þó áberandi skárri, en Svandís er gjörsamlega ótæk og fyrir neðan allar hellur að láta sér detta í hug að nefna hana.

Maður gæti haldið að þetta bendi til þess að VG sé að gliðna. Það er ánægjuleg þróun. Þetta fyrirbæri hefði aldrei átt að verða til og hefur alla tíð eingöngu snúist um boruna á Steingrími, svo ómerkileg sem hún nú er. Það er engin þörf fyrir ultra-öfgaflokka sem stunda bara persónudýrkun. Hvað persónudýrkunina varðar mega fleiri flokkar taka til sín, þó svo að þeir séu ekki jafn ultra-öfga og VG.


mbl.is Talið er að formannsslagur í VG sé hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukning hlutafés

... segir í þessari furðulegu grein. Ég efast um að fólki hafi verið það ljóst áður að það þyrfti að auka hlutafésið til þess að félög teldust traust. Með fréttinni fylgir mynd af Jóni Ólafssyni. Spurning er hvort blaðurmennin eru að gefa í skyn að andlit hans sé hlutafésið?
mbl.is Icelandic Glacial eykur hlutafé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðspor

Nú er mikill titringur beggja vegna Atlantsála vegna meintrar hegðunar Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra AGS. Maður sem ég þekki hefur lengi starfað hjá Alþjóðabankanum í Washington og víðar. Hann segir mér að af DSK hafi farið orð fyrir að vera sífellt með "opna buxnaklauf" eins og Bandaríkjamenn sumir kalla óhóflega kvensemi. Svo að þetta er ekki nýtt varðandi manninn. Einnig málið í Frakklandi þar sem hann neyddist til þess að biðjast afsökunar vegna dómgreindarleysis. Það er greinilega það sem amar að manninum, jafn gáfaður og hann nú hlýtur að vera á fjármálasviðinu, að þá hefur hann enga dómgreind til að bera þegar kemur að ákveðnum samskiptum við kvenkynið. Hann verður bara að horfast í augu við þennan ágalla sinn og taka afleiðingum þess.
mbl.is Varaði við Strauss-Kahn fyrir þremur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissu ekki um flugumanninn ... ?

Mér finnst ástæða til að benda á það, að samkvæmt yfirlýsingu ríkislögreglustjóra þá eru engin skjöl hjá embættinu sem sýna fram á að lögreglunni hafi verið kunnugt um veru Marks Kennedys hér á landi og athafnir hans. Þetta þýðir alls ekki það að lögreglan hafi ekkert vitað, heldur eingöngu hitt að þeir skjalfestu ekki vitneskjuna. Það var ósköp greindarleg ráðstöfun. Allur fréttaflutningur af þessu máli finnst mér benda til þess að íslenskum lögregluyfirvöldum hafi verið fullkunnugt um þennan mann. (Aldrei fyrr hefur mér dottið í hug að taka undir eitt orð af því sem Saving Iceland hefur sagt og vonandi verður langt þangað til ég neyðist til að gera það aftur).
mbl.is Vissu ekki um breskan flugumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes Þ Hafstein

Björgunarskipið Hannes Þ Hafstein er staðsett í Sandgerði en ekki í Reykjanesbæ. Slysavarnadeildin Sigurvon sér um og mannar skipið og hefur gert alveg síðan þetta skip kom. Sigurvon er elsta björgunarsveit landsins og Hannes Þ Hafstein er fyrsta björgunarskip sinnar tegundar við Ísland.
mbl.is Hannes sækir vélarvana bát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært hús

Það var mikil upplifun að fara og skoða þetta einstæða hús í gær. Það er sama hvar á er litið, utandyra eða innan, alls staðar blasir við hversu einstætt þetta er. Það leikur ekki vafi á því að þetta hús á eftir að verða mjög frægt og eftirsótt að hafa komið þar. Hljómsveitir og kórar munu streyma þangað, sem og áheyrendur frá öllum heimshornum. Sumir sækjast eftir tónlistinni, aðrir hafa meiri áhuga á arkitektúrnum og allir fá nokkuð fyrir sinn snúð. Það er upplifun bara að koma þarna inn fyrir dyr. Margt er enn ógert, en salirnir eru tilbúnir og unnið er hörðum höndum að öllum frágangi annars staðar í húsinu. Þrátt fyrir mikla aðsókn gat ég ekki annað séð en að næg bílastæði væru og stöðugur straumur var að húsinu og frá af gangandi, hjólandi og akandi, allavega þá stund sem ég dvaldist þar innan dyra um miðjan dag í gær. Stórkostlegt.
mbl.is Yfir 30 þúsund í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón er ekki svalur 2

„Þau augnablik koma upp þar sem mér líður þannig að ég spyr mig hvern fjárann ég var að hugsa. Ég þarf að koma mér í burtu,“ sagði Jón um þær stundir þegar efinn sækir hann heim.

Við skulum leggjast á bæn um að Gnarrinn efist. Kannski fer hann þá bara.


Jón er ekki svalur

Jón Gnarr er ekki svalur. Hann er eins og gangandi evrumerki á geisladiskhulstri. Hann lítur kjánalega út, allavega samkvæmt myndinni sem fylgir fréttinni. Ekki svalt.
mbl.is Jón Gnarr: Evran ekki svöl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað dvaldi orminn langa?

Nú eru 4 ár eða svo frá hvarfi litlu stúlkunnar. Allt rannsóknarferli málsins var með eindæmum. Til dæmis voru foreldrarnir ekki handtekin fyrr en heilum mánuði eftir hvarfið. Þetta segi ég ekki vegna þess að ég telji þau vera sek, heldur reyndar þvert á móti. Það er vissulega nægilega algengt að foreldrar drepi börnin sín til þess að þegar svona gerist þá þarf að handtaka foreldrana fyrsta af öllum, þó ekki væri til annars en að staðfesta sakleysi svo að hafið sé yfir vafa. Portúgalska lögreglan klúðraði þessari rannsókn allri frá fyrsta degi.

 Það er einhvern veginn skrýtið að foreldrarnir skuli þurfa að leita til forsætisráðherrans og biðja hann persónulega um aðstoð. Stjórnvöld í Bretlandi hefðu átt að leita diplómatískra leiða mjög fljótlega og bjóða Portúgölum alla aðstoð sína og búa svo um hnúta að ekki væri hægt að hafna því boði. Og að sjálfsögðu ber að beita öllum þeim ráðum sem breska lögreglan hefur yfir að ráða. Samkvæmt fréttinni hefur það ekki verið gert og vekur furðu.


mbl.is Lundúnalögreglan aðstoðar við leitina að Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband