Glæsilegt

Þetta var frábært hjá "stelpunum okkar". Ég var búinn að spá þeim sigri í þessum leik, en verð að játa mig sigraðan hvað þann spádóm varðar. Hvað um það þá er frammistaðan stórkostlega góð og vonandi er óhætt að spá þeim góðu gengi í Brasilíu.
mbl.is Ísland komið á HM í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfar

Ýmislegt er aðfinnsluvert á málfarssviðinu þó svo að þessi frétt sé ekki löng. Ég ætla að láta nægja að hnýta í fyrstu málsgreinina, því að hún er áberandi verst vegna villna.

"Vél flugfélagsins U.S. Airways sem brotlendi í Hudson-ánni í New York er komin á áfangastað, tveimur og hálfum árum eftir slysið."

Hörmung er að sjá þetta. Sögnin að lenda beygist þannig í kennimyndum: lenda - lenti - lent. Fyrsta kennimyndin er nafnháttur, svo kemur þátíð og loks lýsingarháttur nútíðar. Samkvæmt annarri kennimynd hefði blaðamaður átt að skrifa brotlenti í stað brotlendi. Svo er það tveimur og hálfum árum. Þannig er bara ekki sagt á íslensku þó að enskan segi two and a half years. Íslendingar sem eitthvað vita um málið sitt segja tveimur og hálfu ári.

Málsgreinin ætti því að líta svona út: Vél flugfélagsins U.S. Airways, sem brotlenti í Hudson-ánni í New York, er komin á áfangastað, tveimur og hálfu ári eftir slysið.


mbl.is Úr Hudson-á til Charlotte
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómarar víkja ekki. Þá er það frávísunarkrafan næst.

Þá er fallinn úrskurður um það að dómarar landsdóms halda sætum sínum eins og Alþingi hefur samþykkt, þó svo að kjörtímabil þeirra sé útrunnið að lögum. Næst verður svo að taka fyrir kröfu Geirs um frávísun málsins í heild sinni. Trúlegt er að þeirri kröfu verði líka hafnað, þannig að rétturinn muni fjalla efnislega um þær ávirðingar sem á Geir eru bornar.

 Það er hins vegar til háborinnar skammar hvernig Alþingi meðhöndlaði fjórmenningana, sem lagt var til að yrðu ákærðir. Sjálfsagt var að afgreiða þau öll í einum pakka: Annað hvort væru þau öll ákærð eða þá ekkert þeirra. En það hentaði ekki sumum, svo að ákveðið var að greiða atkvæði um hvert og eitt sér, svo að mögulegt yrði að ná fram einmitt þessari niðurstöðu, sem verður Alþingi til ævarandi skammar.


mbl.is Kröfu Geirs hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stemmning

Gaman að sjá þetta orð loksins rétt stafsett. Tvær útgáfur þess hafa tröllriðið öllu að undanförnu: stemming og stemning. Báðar rangar. Hér birtist rétt stafsetning alveg upp úr þurru og kemur á óvart, ekki hefði ég trúað að óreyndu að til væri blaðamaður sem gæti ráðið við það. En batnandi mönnum er vissulega best að lifa og vonandi veit þetta á "betri tíð með blóm í haga" hvað varðar umgengni stéttarinnar við tungumálið sitt.
mbl.is Stemmning á tónleikum Eagles
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Alþingi að sjá ljósið?

Loksins örlar á skynsemi á hinu háa Alþingi. Ekki hefði maður trúað að þingheimur gæti orðið sammála um nokkurn skapaðan hlut, en það er þó gleðiefni að sú sé nú orðin raunin og þá er ekki verra að stefnan skuli loksins vera rétt eftir tveggja ára villuráf í eyðimörk. Nú er málið loksins komið á þann punkt sem það átti að fara strax í öndverðu. Engin ríkisábyrgð, það átti aldrei að taka í mál og samningar um slíkt alveg á jaðrinum við að vera landráð. Það skrifast á reikning Jóhönnu og Steingríms J að jöfnu. Þetta mál átti alltaf að reka fyrir dómstólum, annað átti aldrei að koma til greina.
mbl.is Órofa samstaða um málsvörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20 mán hér, 9 mán þar

20 mánaða fangelsi fyrir ofbeldisfulla handrukkun er í góðu lagi. Hins vegar er 9 mánaða dómur fyrir manndráp af gáleysi, vegna aksturs án ökuréttinda og undir áhrifum áfengis eða annarra efna, alls ekki í lagi. Samt var dómurinn þyngdur verulega í Hæstarétti sem sýnir hversu héraðsdómurinn var út úr þessum heimi. Sumt er bara ekki í lagi.
mbl.is 20 mánaða fangelsi fyrir handrukkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmtán óbirt ljóð?

Þetta eru alls ekki 15 óbirt ljóð samkvæmt lýsingunni, Þetta virðist vera eitt ljóð. Hins vegar eru 15 (eða 16?) erindi í ljóðinu. Það er nú slappt að þekkja ekki muninn á erindi og ljóði. Það er eins og að þekkja ekki muninn á ritverki og kafla í því.
mbl.is Óbirt ljóð eftir Davíð fundust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var og

Ekki tel ég að Landsbankinn sé að gefa neitt. Þeir eru hins vegar eitthvað að bakka út úr þeim svívirðilega þjófnaði sem hér hefur viðgengist árum saman. Gott og vel, skref í rétta átt, en of seint og líklega allt of lítið.

Hvað ætlar hinn háæruverðugi (eða hitt þó heldur!) banki að gera fyrir þá mörgu sem þegar hafa tapað öllu sínu beinlínis vegna rána bankans? Og hvað á að gera í þeim allt of mörgu tilvikum þar sem skuldarinn hefur svipt sig lífinu vegna þvergirðingsháttar og græðgi bankans? Slík tilvik eru mörg og erfitt er að skilja hvernig stjórnendur bankanna geta horft framan í nokkurn mann.


mbl.is Endurgreiða hluta af vöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlægilegt

Þessi frétt er nú bara hlægileg. Hvaða gagn er að 30 milljónum í þetta verkefni? Holurnar sem hægt er að fylla í fyrir 30 milljónir eru auðveldlega teljandi. Þær holur sem ekkert verður gert fyrir á Vestfjörðum eru eftir sem áður óteljandi. Þetta er til háborinnar skammar.
mbl.is 30 milljónir í malarvegi á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband