Ekki gráta

Óttalegur væll er þetta Guðbjartur. Hvað er eiginlega að þér maður? Ertu ekki ráðherra? Þá hefur þú í hendi þér að laga þetta ástand. Bara setja vistarband á þessa andskotans lækna. Þá verða þeir kyrrir hér eða fá annars að kenna á því. Málið er leyst.
mbl.is „Ekki taka læknana okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barack Obama er ekki skemmt (og mér ekki heldur)

Blaðamönnum er ekki betur treystandi til neins annars en að klúðra hlutunum. Í þessari frétt er því haldið fram að Obama hafi sagt um stöðu mála í landi sínu og víðar að tíminn til þess að koma í veg fyrir efnahagslegar hamfarir sé naumur. Síðan er haft eftir honum og sett innan gæsalappa, sem venjulega þýðaþað að nákvæmlega sé eftir haft: „Þetta er eitthvað sem á að ræða léttúðlega.“ Það bara kemur ekki til greina að Obama hafi sagt þetta. Hann mun hafa sagt algjörlega hið gagnstæða: Þetta er eitthvað sem ekki á að ræða af léttúð, eða þetta er eitthvað sem ræða ber af alvöru. Spurning um orðaval í þýðingunni. En vinnubrögð blaðurmennisins eru forkastanleg.
mbl.is Barack Obama ekki skemmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég treysti Jóhönnu

fullkomlega til þess að ljúga til um hvaðeina og fegra eigin hlut í öllu. Hún hefur sýnt sig í að vera snillingur á því sviði, alveg frá því að hún tók við völdum, sem aldrei skyldi verið hafa. Jón Hannibalsson, fyrrverandi flokksbróðir hennar (og kannski núverandi líka, ekki veit ég) kallaði hana Heilaga Jóhönnu, reyndar í háði. Ef hún hefði aldrei komist til valda þá væri enn litið á hana sem heilaga og geislabaugurinn skini skært. En hún hefur sjálf séð um það síðustu árin að ata hann auri og gera öllum ljóst hvað undir honum leynist. Hann var aldrei annað en einskonar gríma á grímudansleik.
mbl.is Vinnubrögð gagnrýnd harkalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþekktar orsakir

Þetta er mjög algeng staða í náttúruvísindum: Ástandið er vel þekkt, en ástæðurnar algjörlega óþekktar. Þetta á við meðal annars um vöxt og viðgang fiskistofna og veiðistýringu. Annað dæmi er heimshlýnunin, sem enginn veit hvað veldur, en enginn skortur er á tilgátum og fullyrðingum. Þetta á líka við um ýmsa sjúkdóma: Einkenni og afleiðingar eru þekkt, en orsakir eru alfarið óþekktar.
mbl.is Friðun skilar ekki árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já en...

Hvað er að þessum mönnum? Eru þeir ekki á móti Al-Kaída?  Er þá ekki bara gott að þar sé við stjórnvölinn maður, sem hefur enga útgeislun og enga leiðtogahæfileika, enga reynslu af bardögum og gæti skaðað Al-Kaída? Mér finnst að þeir ættu að vera ánægðir með þetta og vera ekki að hóta að drepa manninn.
mbl.is Fái sömu meðferð og Bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekk'í lagi heima hjá þér?

Þetta er bara alls ekki í lagi. Hvað er að hjá þjóðkirkjunni? Manni verður flökurt að lesa svona fréttir. Fólk sem er í nauðum látið ganga bónarveg oftar en einu sinni og er svo hreinlega svívirt með frávísun og neitun. Er ekk'i lagi heima hjá þér? segja krakkarnir þegar gengur fram af þeim. Og nú spyr ég þjóðkirkjuna: Er ekk'i lagi heima hjá þér? Hvað í ósköpunum er að ykkur sem stjórnið þarna? Þetta er bara viðbjóður.

Félagsþjónustan er svo engu betri. Hún getur samt skákað í því skjólinu sem kirkjan getur ekki, að félagsþjónustan verður að dansa eins og pólitískir pótintátar kippa í spottana. En hvað þá varðar þarf ég einskis að spyrja. Ég veit fyllilega að það er ekki allt í lagi heima hjá þeim.


mbl.is Peningalaus og synjað um aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsökunarbeiðni

Það var nú alveg sjálfsagt að kirkjan bæðist fyrirgefningar vegna sinnuleysis síns og vegna þess að konunum var í raun alls ekki trúað. Meðferðin sem þær fengu var vægast sagt lúaleg. En hvers vegna er þetta bréf ekki undirritað af æðsta manni íslenskrar kirkju?
mbl.is Biður Guðrúnu Ebbu afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfskaparvíti

Þetta mat unga fólksins á Alþingi er því miður algjörlega rétt. Alþingi þarf að átta sig á því að traust til þess er afleiðing af starfsháttum þingsins. Þing sem í tvígang er búið að samþykkja frumvörp sem þjóðin hefur svo hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu á ekki skilið að njóta neins trausts. Starfshættir ríkisstjórnarinnar eru með slíkum hætti að engin viðbrögð eru við hæfi nema fyrirlitning. Ráðherrar svara ekki fyrirspurnum fyrr en eftir dúk og disk og þá helst út í hött ef nokkuð. Þingsköp eru eitthvað sem bara gilti fyrir þá sem settu þau á sínum tíma, þau koma okkur ekki við, enda ætlum við að breyta þeim. Ójá ...
mbl.is Traust eykst á flest nema Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðsnúningur (af hinu góða)

Þessi ólög áttu aldrei að verða til og eina ástæða þess að þau urðu það var ofstopi og frekja Steingríms og Jóhönnu, sem ætluðust meira að segja til þess að Alþingi samþykkti "samninginn" óséðan og án athugasemda. Það er ótrúlegt en satt að þjóðin naut þeirrar gæfu að þingið gerði uppreisn gegn frekjunni og sagði einfaldlega að ekkert yrði samþykkt óséð. Svo voru settir stífir fyrirvarar. Það var gæfa íslensku þjóðarinnar númer tvö að Bretar og Hollendingar vildu ekki fallast á þá. Svo var það gæfa númer 3 og 4 að þjóðin felldi ruglið sem kom í framhaldinu. Allt var þetta svo gott og sjálfsagt að mati Steingríms og Jóhönnu og Íslands óhamingju yrði allt að vopni ef ruglið yrði ekki samþykkt. Ekki eitt einasta orð af hrakspám þeirra viskubrunna, J+S og þeirra fylgifiska, hefur reynst rétt.

Er nú Alþingi ekki komið í mótsögn við sjálft sig? Varla samþykkir Alþingi lög án þess að þingmönnum þyki rétt að gera svo. Og varla samþykkir Alþingi að ógilda nýleg lög án þess að hinum sömu þingmönnum þyki rétt að gera svo. Ógildingin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Greiddu Jóhanna og Steingrímur atkvæði? Hverjir greiddu ekki atkvæði? Hverjir voru fjarverandi? Ég vil fá upplýsingar um það.


mbl.is Fyrstu Icesave-lögin fallin brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurríki lagt að velli

Stórkostleg frammistaða hjá "strákunum okkar". Búnir að tryggja sér sæti á EM, sama dag og "stelpurnar okkar" vinna sér þátttökurétt á HM. Hvað er hægt að biðja um meira? Jú, verðum við ekki að vonast eftir sæmilegu gengi í fótboltanum hvað líður? Það væri nú flott.
mbl.is Ísland á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband