Færsluflokkur: Bloggar
21.2.2013 | 10:14
Siggi "hakkari"
Siggi hakkari mætti á þingnefndarfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2013 | 10:05
Án kálfabeina...
Pistorius leiddur fyrir dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2013 | 17:20
3 milljónir frá ríkisstjórninni
Það ber að virða sem vel er gert. Samt get ég ekki varist þeirri hugsun að þetta framlag ríkisstjórnarinnar hefði að ég held ekki staðið undir launahækkun spítalaforstjórans í eitt ár ef hún hefði staðið óröskuð.
Annað langar mig að nefna hér og það eru undirtektir þjóðarinnar við þessari söfnun. Mér finnst þær dræmar og ætti fólk að skoða hvort það hafi nú ekki alveg efni á að leggja fram 1500 krónur með því að hringja eitt símtal. Síðast þegar ég vissi voru framlögin orðin 13 milljónir sem samsvarar 1500 króna framlaginu frá um það bil 8700 manns. Það finnst mér ekki nóg. Við getum svo auðveldlega miklu betur en þetta. Aheitasíminn er 908 15 15 sem skuldfærir sjálfvirkt 1500 krónur inn á símreikninginn. Einnig er hægt að fara inn á lifsspor.is og velja sjálf(ur) upphæð.
Rétt er að hér komi fram að ég var með vitlausa tölu en hún hefur nú verið leiðrétt. Svo sögðu frétti frá því núna að fjárhæðin væri orðin 23 milljónir, svo að margir hafa tekið við sér. Mér þætti samt gott að fá meira, því að þetta er mjög þarft.
3 milljónir frá ríkisstjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2013 | 16:07
Mannanafnanefnd er steintröll
Flestir úrskurðir mannanafnanefndar eru með þeim hætti að hvað rekst á annars horn. Nafnið Blær er fallegt nafn, meira að segja þó að mér finnist það ankannalegt á stúlku. En fordæmin eru til staðar og þá er úrskurður eins og mannanafnanefnd lét frá sér fara ekkert nema ranglæti.
Mér dettur í hug nafnið Elís. Það er nú til dags einvörðungu talið karlmannsnafn og vafalaust myndi mannanafnanefnd úrskurða þannig. En í manntalinu 1910 er ein Elís, kvenkyns. Eftir því sem Íslendingabók tilgreinir virðist nafnið Elís fyrst koma fram um miðja 17. öld. Margar konur báru nafnið fyrstu hundrað árin en fyrsti karlkyns Elís er fæddur 1762. Á 19. öld var nafnið notað jöfnum höndum á bæði kyn en svo hvarf Elís kvenkyn og varð Elísa en Elís varð eingöngu karlkynsnafn. Þetta sýnir að nöfn geta skipt um kyn í hugum fólks.
Erlendis er sums staðar algengt að sama nafn sé notað af báðum kynjum. Mér dettur í hug nafnið Sam, sem að vísu mun vera stuttnefni stúlkna en oft eiginnafn stráka. Mörg fleiri dæmi eru til en ég ætla ekki að elta þau uppi núna.
Mannanafnanefnd er steinrunnið fyrirbæri sem ætti að leggja af hið snarasta.
Fær að heita Blær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2013 | 06:02
Fótnóta
"Með tíma og tíma má binda vonir við að Icesave-deilan verði aðeins fótnóta í sögunni. Það er nú ekki hættan á því. Þetta mál verður aldrei að fótnótu heldur verður þetta meginkafli margra kennslubóka þar sem vandlega verður útlistað:
1. Hvernig ríkisstjórn þjóðar gekk í líð með andstæðingum þjóðarinnar.
2. Hvernig forsetinn tók í handbremsuna, ekki einu sinni heldur tvisvar.
3. Hvernig þjóðin tvívegis rassskellti ríkisstjórn sína og afnam með öllu samninga, sem ríkisstjórnin vildi berja í gegn.
4. Hvernig þjóðin endurkaus forseta sinn, sem ríkisstjórnin reyndi með öllum ráðum að sverta og koma frá.
Öllum þessum atriðum verða gerð skil í kennslubókum framtíðar. Þar verða nöfnin Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sett á bekk með öðrum kvislingum sögunnar eins og þau eiga skilið. Steingrímur getur látið sig dreyma um fótnótur enda er kannski skiljanlegt að hann vilji helst af öllu að þetta mál gufi bara upp og gleymist. En á því er ekki hætta. Þetta verður himinhrópandi dæmi um fráleita stjórnun og þjónkun stjórnvalda við erlenda ribbalda og verður uppistaða í stórum kafla eða köflum kennslubóka framtíðarinnar. Sem betur fer er nú lífi verstu ríkisstjórnar í Íslandssögunni alveg um það bil að fara að ljúka.
Icesave aðeins fótnóta í sögunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.1.2013 | 11:50
Ísland vann Icesave-málið
Dagurinn í dag verður í sögunni einhver merkasti dagur þjóðarinnar frá upphafi. Nú hefur þjóðin fengið endanlega staðfestingu á því að Bretar vissu frá fyrstu stundu að þetta væri tapað mál fyrir þá. Þess vegna vildu þeir ekki höfða mál heldur bara gera ósanngjarnar ribbaldakröfur á hendur Íslendingum.
Helstu talsmenn þeirra hérlendis voru nokkur lítilmenni sem skipa svokallaða ríkisstjórn hér á landi. Þessi hópur var tvívegis rassskelltur í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þau vildu að íslenska þjóðin tækist á hendur ábyrgð fyrir greiðslunum. Lítilmennin gerðu hvern samninginn á fætur öðrum við bresku ribbaldana og vildu berja í gegn hér. Þeim gekk bara nokkuð vel að fá samþykki jámenna sinna á Alþingi, en öllu ver gekk að fá þjóðina til að gjalda jáyrði sitt. Enda á ALDREI að samþykkja það að þjóðin sé í ábyrgð fyrir skuldum eða skuldbindingum af nokkru tagi sem einkaaðilar hafa stofnað til.
Þessi niðurstaða sem nú er fengin sýnir og sannar endanlega að þeir sem alla tíð vildu að ekki yrði samið um eitt eða neitt og að dómstólaleiðin yrði farin, höfðu allan tímann rétt fyrir sér. Eignir Landsbankarústarinnar í Bretlandi eru nægar til að greiða allar skuldir og þó meira væri.
Ísland vann Icesave-málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2013 | 10:10
Tryggvi Þór
Þakklátur fyrir traustið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2013 | 08:47
Engin breyting í Suðurkjördæmi; nýr þingmaður?
Engin breyting? Ekki það nei? Loksins fékk Árni Johnsen það spark sem hann átti að fá fyrir mörgum árum. Það hefur verið Sjálfstæðisflokknum til skammar í áraraðir að vera að burðast með hann innanborðs. Þetta er eitt af mörgu sem hefur haft neikvæð áhrif á margumrædda virðingu Alþingis þrátt fyrir það að hér sé eingöngu við kjósendur sjálfa að sakast en ekki Alþingi.
Einnig er nýr maður í 3 sæti. Ekki er gott að átta sig á því hvað blaðamaður meinar með því að telja það ekki til breytinga. Það má telja fullvíst að þar sé nýr maður á leiðinni inn á þing.
Engin breyting í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2013 | 22:06
Ætlaði að sýna fram á öryggi byssu
Ætlaði að sýna fram á öryggi byssu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2013 | 04:48
Nauðgunarákæra klýfur smábæ
Nauðgunarákæra klýfur smábæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar