Færsluflokkur: Bloggar
3.1.2013 | 18:57
Fyrirgefðu...
"Mamma, fyrirgefðu. Mér þykir þetta leitt.
Þetta voru ein af síðustu orðum stúlkunnar sem margir ribbaldar nauðguðu í strætisvagni á Indlandi. Þessi orð lýsa sjúku viðhorfi samfélagsins: Ef konu er nauðgað, þá er það alfarið henni að kenna. Mikil vakning virðist vera að eiga sér stað í landinu þessa dagana, en fullkomin spurning er hversu djúpt það ristir þegar frá líður.
Svona hefðbundnum viðhorfum samfélagsins verður ekki breytt á einum degi við það eitt að einhver mótmæli og segi eitthvað. Það þarf að ala upp næstu tvær kynslóðir eða svo með þá hugsun í kollinum að nauðgun sé glæpur. Þá verður kominn meirihluti þjóðarinnar, sem samanstendur af yngstu kynslóðunum, sem þessi afstaða er innprentuð í frá blautu barnsbeini.
Hvíslaði mamma, fyrirgefðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2013 | 20:34
Óttalegir kálfar
10 féllu niður um ís við björgunarstörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2013 | 18:57
Ísland er tifandi tímasprengja
Ísland er tifandi tímasprengja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2012 | 12:07
Lægri refsingar í bandormi
Er ekki alveg sjálfgefið að þessi stjórnvöld standi fyrir því að láta samþykkja refsilækkun fyrir að svíkja undan skatti, bara ef skattsvikarinn er nógu ríkur? Þeir sem lítið hafa á milli handanna stunda ekki afleiðuviðskipti með hlutabréf og gjaldmiðla, svo að þetta getur ekki átt við þá. Þetta einskorðast við þau fáu prósent landsmanna, sem eiga 50% eða meira af öllum eigum þjóðarinnar.
Ef ríkisstjórnin færi nú að skattleggja þetta lið eða stuðla að því að það sé refsivert að telja ekki fram ágóðann af braskinu, þá væri hún algjörlega að svíkja þá stefnu sína sem hún hefur viðhaft alla tíð, að hinir ríku skuli hafa öll tækifæri til að verða ríkari á kostnað hinna.
Lægri refsingar í bandormi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2012 | 08:17
Vilja herða byssulöggjöfina
Hópur manna kom saman við Hvíta húsinu húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra sem fórust í skotárásinni í í bænum Newtown í Connectiuct í gær. Fólkið krafðist þess að Barack Obama forseti beitti sér fyrir því að herða löggjöf um byssueign í Bandaríkjunum.
Obama sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær að það væri löngu tímabært að grípa til þýðingarmikilla aðgerða sem stuðluðu að því að svona atburðir endurtækju sig ekki.
Aðgerðir í þá veru að takmarka byssueign í Bandaríkjunum eru umdeildar meðal þjóðarinnar. Þó að margir séu þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að herða löggjöfina hefur meiri hluti þjóðarinnar fram til þessa verið andvígur því að takmarka byssueign. Ákvæði er í stjórnarskrá Bandaríkjanna um réttindi þegna landsins til að verja sig.
Fjöldamorðin í Sandy Hook-skólanum hefur hafa ýtt undir umræður um þetta viðkvæma mál. Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, hvatti til þess í gær að sett yrðu lög sem fækkuðu skotvopnum í umferð. Hann sagði byssueign Bandaríkjamanna þjóðarböl.
BARA ÓVENJU GOTT!
Vilja herða byssulöggjöfina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2012 | 16:17
Aðeins tveir þingmenn mættu. Mér er misboðið.
Þetta er alveg með ólíkindum og til svo háborinnar skammar að það slær allt út. Talandi um virðingu Alþingis og að þörf sé á að bæta álit þjóðarinnar á Alþingi, þá virkar þetta nú ekki í þá átt. Samkvæmt vef Alþingis eiga eftirtaldir þingmenn sæti í atvinnuveganefnd:
Björn Valur Gíslason, Einar K. Guðfinnsson, Jón Gunnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Þór Saari.
Ég vil að skilyrðislaust verði upplýst hvaða tveir af þessum gerðu sig ekki að dónum í þessu máli. Mér er algjörlega misboðið og það er alveg víst að svo er um fleiri.Aðeins tveir þingmenn mættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.12.2012 | 17:28
Hefur borðað 50 tonn af Prins Póló á 55 árum
Gott er nú blessað Prins Pólóið.
Höfum í huga að 50 tonn eru 50000 kg (já, fimmtíu þúsund kílógrömm) og að 55 ár eru 55*365 = 20075 dagar, þá kemur í ljós að Ómar segist hafa étið 50000/20075 = 2,49 kg á dag.
Mér er sama hvernig Ómar reynir að halda fram þessari vitleysu, hann fær mig ekki til að trúa því að meðaltalsneysla hans hafi verið tvö og hálft kíló á dag. Það er vandi að ljúga. Maður þarf nefnilega aðeins að hugsa til þess að nokkur trúi bullinu.
Hefur borðað 50 tonn af Prins Póló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2012 | 13:05
Kennari fékk dóm um sig fjarlægðan
Hvernig getur svona nokkuð gerst?
Maður getur ekki varist þeirri hugsun að blessuð konan þekki mann sem þekkir mann... eða þannig.
En ætli það sé ekki bara hugsanafeill hjá mér?
Kennari fékk dóm um sig fjarlægðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2012 | 16:26
Sjö ára fangelsi fyrir barnaníð
"... eiginkona mannsins skoraðist undan því að gefa skýrslu fyrir dómi."
Er það hægt? Samkvæmt hvaða lögum er hægt að neita að bera vitni?
Sjö ára fangelsi fyrir barnaníð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2012 | 03:50
Hanna Birna næsti formaður?
Óbreytt röð efstu manna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar