9.1.2010 | 01:05
Hvað er að?
Hvers vegna gátu nú alþingismenn ekki séð sóma sinn í því að ganga frá almennri löggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslur? Það er ósköp hálfvitalegt að samþykkja lög sem ná til þessarar einu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það þýðir þá að næst þegar til slíks kemur, sem vissulega mun verða von bráðar ef Alþingi heldur uppteknum hætti sínum, verður aftur að ræða og samþykkja sérstök lög um þá þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er eins og blessuðu fólkinu sé fyrirmunað að vinna nokkurn skapaðan hlut af viti eða með fyrirhyggju nú í seinni tíð. Og hörmungin er samþykkt samhljóða með 49 atkvæðum. Það þýðir að 14 hafa ekki greitt atkvæði, annað hvort hafa þeir setið hjá eða verið fjarverandi. Væru fréttamenn nú ekki fáanlegir til að upplýsa það hverjir þessir 14 eru?
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.