Úlfinum blæðir

Alls kusu í kosningunum í heild á landsvísu 144.231 manns. Já sögðu 2.599 eða 1,8 prósent. Nei sögðu 134.397 eða 93,2 prósent. Kjörsókn var 62,7 prósent. Þá liggur þetta endanlega fyrir.

Á kjörskrá virðast hafa verið um 230 þúsund manns. Af þeim sögðu 134397 NEI í þessum kosningum eða um  58,4% allra atkvæðisbærra manna á landinu. Það þýðir það að þó svo að Jóhanna og Steingrímur vildu fara þá leið að telja lítið að marka niðurstöðuna vegna þess að innan við helmingur atkvæðisbærra manna hefði tekið neikvæða afstöðu gagnvart þessum ólögum þeirra, þá er það ekki einu sinni hægt. Ef við ímyndum okkur að sérhver atkvæðisbær maður, sem ekki fór á kjörstað, hefði viljað kjósa með jái, þá hefði jáhlutfallið samt ekki náð 40%, vegna þeirra rúmlega 5% auðra og ógildra sem komu fram í kosningunum. Kosningaúrslit sem þessi eru því stórsigur, hvernig sem á þau er litið.

Nú mun stutt í að sundurþykkja stjórnarliðsins magnist og J+S tvíeykið hrökklast bráðum frá. Þau reyndu að sýnast borubrött í dag en undir sauðargærunni ber úlfurinn blæðandi undir. Og þær svíða sárt.

Verst er samt að engum er treystandi til þess að taka við af tvíeykinu þreytta. Enginn íslenskur stjórnmálaforingi er vandanum vaxinn. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur sýnt af sér það að hann sé traustsins verður. Við slíkar aðstæður verður að mynda þjóðstjórn eða utanþingsstjórn. Skyldi það verða þrautalending Ólafs Ragnars Grímssonar á komandi vordögum?


mbl.is Úrslit í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 800

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband