Fiskur og hvalkjöt

Ekki kemur fram í fréttinni hvort það er unglingurinn eða blaðamaður National Geographic, sem heldur að fiskur og hvalkjöt sé meginuppistaðan í mataræði Íslendinga. Stór hluti þjóðarinnar borðar aldrei fisk og þá sér í lagi ungt fólk á aldur við þessa stúlku. Mikill hluti Íslendinga hefur aldrei bragðað hvalkjöt. Svona mikil uppistaða eru þessar fæðutegundir í mataræði okkar.

Við eigum nóg til af grænmeti hér og vona ég því að Kira Iwamoto (er hún af japönskum ættum?) þurfi ekki að svelta þó að hún bragði hvorki fisk né hvalkjöt hér.

Það verður gaman að sjá eitthvað af myndum hennar að aflokinni Íslandsdvöl. Vonandi tekur landið vel við henni og skartar sínu fegursta. Þá er erfitt að taka slæmar myndir á Íslandi, jafnvel þó að ekki sé um snilling að ræða, það hefur oft sannast á mínum Íslandsmyndum.

Ennfremur er þess að óska að stúlkan verði miklum mun fróðari um menningu og mataræði Íslendinga þegar hún hverfur heim aftur svo að hún geti leiðrétt eitthvað af þeim misskilningi sem hún greinilega hefur alist upp við.


mbl.is Boðið til Íslands til að mynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lestu fréttina aftur. Það stendur: "„Ég veit að hvalveiðar eru mikilvægur hluti af menningu landsins. Að öðru leyti veit ég mjög lítið um land og þjóð, en ég fer þangað með opnum huga,“ segir Iwamoto." Nafnið hennar er líklega bara frá Hawaii. Það kæmi mér ekkert á óvart. Það er ekkert eitthvað kínverskt.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 13:36

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Æ, Ingibjörg , Ingibjörg. Mér finnst að þú hafir ekki lesið fréttina. Mér finnst ekki að hvalveiðar séu mikilvægur hluti af menningu landsins. Hins vegar finnst mér sjálfsagt og mikilvægt að við fáum að veiða hvali í því litla magni, sem við höfum verið að gera undanfarin ár.

En ég er reyndar ekki að ræða það í blogginu mínu, heldur hitt að þarna kemur fram sá misskilningur að fiskur og hvalkjöt sé meginuppistaðan í mataræði Íslendinga, sem er fráleitt. Þar koma bæði lambakjöt, svínakjöt og kjúklingakjöt á undan fiski, hvað þá hvalkjöti.

Svo langar mig að biðja þig að lesa líka bloggið mitt betur. Aldrei minntist ég á neitt kínverskt. En hins vegar finnst mér nafnið Iwamoto vera æpandi japanskt. Það gæti auðveldlega verið þó svo að stúlkan sé frá Hawaii.

Magnús Óskar Ingvarsson, 11.6.2010 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 799

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband