18.6.2010 | 19:27
Áfram svona
Hvað er að gerast? Eru loksins að koma einhver atriði þar sem ríkisstjórnin kemur við sögu og hugsað er af viti? Ekki bjóst ég nú við því, en er ósköp ánægður með þessa þróun. En gott væri ef Jóka og Grímsi áttuðu sig á því að það er annað mál og miklu umfangsmeira sem er alveg knýjandi nauðsyn að þvinga fyrir dómstóla. Það er allt Æseifs-ruglið. Við borgum að sjálfsögðu það sem okkur ber að borga samkvæmt dómi. Við eigum afburða lögfræðinga sem eru fullfærir um að verja okkar málstað. Þeir munu ná betri niðurstöðu fyrir dómstóli heldur en nokkurri pólitískri samninganefnd mun nokkru sinni standa til boða. Æseif fyrir dóm!
Tekur til varna gegn EFTA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurningin er svo, hvort fólk sé tilbúið að greiða málskostnaðinn og Icesave skuldir með vöxtum ef við töpum. Því miður hefur ekkert lagalegt álit utan Íslands sagt að við þyrftum ekki að borga, og því tel ég að líkur á hagstæðum dómi sé því miður lítill. Það er erfitt að spá fyrirframm um hvernig þetta endar, en eitt er víst að Bretland og Holland munu senda her af lögfræðingum í málið.
Bjarni (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 19:55
Ástæða þess að Bretar og Hollendingar hafa aldrei viljað hleypa málinu í dóm er sú að þeim er alveg ljóst hvernig það mun enda þar. Þeim var það ljóst strax í upphafi og vildu þess vegna pína okkur í gegnum "samninga". Nú er þeim líklega að skiljast að þeim verður ekki kápan úr því klæðinu og reyna þá að beita okkur þvingunum með því að hóta að halda okkur utan Evrópusambandsins. Sumum Íslendingum finnst það nú ekki eins leitt og Bretar og Hollendingar halda, svo að það bítur lítið. Svo fer niðurstaða dóms ekkert eftir fjölda lögfræðinganna, þannig að sá her skiptir engu máli sem slíkur.
Magnús Óskar Ingvarsson, 19.6.2010 kl. 05:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.