16.8.2010 | 18:41
Svaðbæli
Auðvitað lýsir enginn heilvita vísindamaður yfir goslokum á meðan sýður og kraumar í gígnum og jafnvel ekki fyrr en jökullinn er lagstur að mestu yfir opið aftur.
En eðjuflóðin sem nú er óttast að geti orðið og öskustreymið ásamt vatni niður í Svaðbælisá sýna svo að ekki verður um villst hvernig stendur á nafni árinnar. Þegar aurinn rennur niður í hana breytist hún í argasta svaðbæli og það hefur gerst áður. Þannig hefur nafnið komið til í árdaga.
Vill ekki lýsa yfir goslokum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Akkúrat það er málið.
Sigurður Haraldsson, 16.8.2010 kl. 21:04
Undirrituð er fædd og uppalin undir hlíðum Eyjafjallajökuls. Þar stóð fyrir aldamótin 1900 býli sem Svaðbæli hét, nokkru sunnar en núna Þorvaldseyri. Já Svaðbælisá var þá viðsjárverð mjög, svo býli þetta lá undir miklum ágangi af völdum árinnar, hún flæmdist þá óheft um allar grundir svo jörðin var nánast óbyggilegt svað. Það er rétt hjá ykkur. Nú ógnar hún aftur þessari jörð, hvernig sem það fer. Ég tek undir ágiskun ykkar með nafnið á ánni, en ég veit ekki um neinar heimildir um þetta nafn.
Jórunn Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 21:16
Sæll.
Fyrrum farvegur Svaðbælisár, lá í gamla daga nær beint suður frá jöklinum og yfir meiri hluta lands á því býli sem ég er fædd og uppalin á undir Fjöllunum, Miðbælisbökkum, en gamli árfarvegurinn liggur gegnum landið í lautum, en hefur verið veitt í farveg saman með Bakkakotsá, er vegagerð kom til á sínum tíma.
Það er ekki ólíklegt að nafngiftin kunni að vera af þeim toga runninn eftir eldgos áður, en mig minnir að 1200 manns hafi búið undir Eyjafjöllum um aldamótin síðustu og Miðbæli og Yzta Bæli voru einnig nöfn á býlum þar eins og Svaðbæli sem Jórunn nefnir einnig.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.8.2010 kl. 01:42
Svolítið merkilegt að hugsa um það að þessir þrír bæir sem bæjarnöfnin enda öll á bæli, eða hafa það í nafninu, eru öll í suður af jöklinum og víða í landareignum þeirra eru gamlir árfarvegir. Þau bera líka með sér að það hefur verið mikil bleyta umhverfis þá alla. Vonandi tekst að hemja Svaðbælisá í farvegi sínum, en það mun kosta mikla fjármuni, en á sínum tíma urðu algjör umskipti á umræddum býlum, þegar fyrsti áagarðurinn, sem enn sést, var gerður um 1906. Grjót var flutt ofan úr fjalli að vetrinum, á sleðum dregnum af hestum, síðan unnu sveitungar við að hlaða fyrir ána um vorið. Til er hanskrifuð vinnuskýrsla um þetta afrek.
Jórunn Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 08:29
Sigurður, Jórunn og Guðrún, takk fyrir innlitið!
Það er gaman að fá upplýsingar frá „innfæddum “, Jórunn og Guðrún. Ég þekki ekki Eyjafjallasveit nema sem gestur, ég var þó í sveit á Rangárvöllum sem krakki og kom allnokkrum sinnum í sveitina ykkar í sunnudagsbílferðum. Falleg sveit séð frá vegi allavega!
Magnús Óskar Ingvarsson, 17.8.2010 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.