Landeyjahöfn

Blaðamenn mbl.is eru þekktir fyrir slappa málkennd og lélega kunnáttu í móðurmáli sínu. Það er þeim til skammar. Hér í þessari frétt er talað um Landeyjarhöfn. Sú höfn er hvergi til. Höfnin er kennd við Landeyjar, sem í eignarfalli er Landeyja og ég held að umræddir blaðamenn gætu fundið það út sjálfir ef þeir nenntu bara að fallbeygja orðið. Af því að eignarfallið er til Landeyja, þá heitir höfnin Landeyjahöfn en ekki Landeyjarhöfn. Er þetta flókið? Nei.
mbl.is Ekki tókst að ljúka sanddælingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skilst að það sé nú búið að endurskýra hana og að nú heiti hún Sandeyjahöfn, frekar en Sandeyjarhöfn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 16:57

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Óskar,

Mér skilst að gárungarnir hafi skýrt höfnina Pearl Harbor;)

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 31.10.2010 kl. 17:02

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll nafni, mér skilst að hér sé um svokallað "verkfræðiundur" að ræða.  Hvernig það beygist í eignarfalli gæti verið snúið fyrir fleiri en blaðamenn mbl.

Magnús Sigurðsson, 31.10.2010 kl. 18:54

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Magnús: Þetta á ekki að vera snúið fyrir nokkurn Íslending. Ég held að beyging nafnorða sé enn kennd í barnaskólum, þó að mér sé ljóst að móðurmálskennslu hefur hrakað mjög síðustu áratugi.

Magnús Óskar Ingvarsson, 31.10.2010 kl. 19:43

5 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Rafn: Ef nafngiftin er dregin af nafni sanddæluskipsins, heitir það ekki (Sandey?), þá skal það tvímælalaust vera Sandeyjarhöfn frekar en Sandeyjahöfn. Það er vegna þess að Sandey í eintölu (eins og hér er um að ræða) beygist þannig: Sandey - Sandey - Sandey - Sandeyjar og samsetning orðanna Sandey og höfn verður því Sandeyjarhöfn.

Magnús Óskar Ingvarsson, 31.10.2010 kl. 19:48

6 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Arnór: Pearl Harbor, skemmtileg hugdetta!  8>))

Magnús Óskar Ingvarsson, 31.10.2010 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband