Slöpp málkennd 4

„Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var enginn inn í húsnæðinu...“ segir þar. Orðin inn og inni eru höfð annars vegar um hreyfingu og hins vegar um staðsetningu. Hann fór inn í húsið lýsir hreyfingu einhvers sem kemur að utan. Hann var inni í húsinu lýsir staðsetningu hans eftir að hann er farinn inn. Hér hefði því átt að standa: „Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var enginn inni í húsnæðinu...“
mbl.is Eldsvoði við Eirhöfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Heldurðu að þetta gæti ekki verið innsláttarvilla, sem allir geta gert, frekar en ómeðvituð málfræðivilla?

Vendetta, 1.11.2010 kl. 10:24

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Það er hugsanlegt, en ber samt vitni lélegum vinnubrögðum. Það er ráðlegt að lesa yfir það sem maður hefur skrifað áður en ýtt er á enter.

Magnús Óskar Ingvarsson, 1.11.2010 kl. 10:45

3 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Ég tek undir þetta með þér Magnús. Þær eru allt of margar málvillurnar sem koma frá blaðamannakálfunum. Gæti verið að blöðin séu hætt að notast við prófarkalesara, eins og þau gerðu hér áður fyrr.

Marinó Óskar Gíslason, 1.11.2010 kl. 15:11

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Marinó: Það finnst mér trúlegt. En sé svo er það mikil afturför .

Magnús Óskar Ingvarsson, 1.11.2010 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 812

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband