Slöpp málkennd 5

Aðstandendur tunnumótmælanna hafa skorað á stærstu atvinnurekendur og verkalýðsfélög landsins auk ráðuneyta til að gefa starfsfólki frí...

Hér er orðinu til alveg ofaukið. Betra væri að segja og skrifa: Aðstandendur tunnumótmælanna hafa skorað á stærstu atvinnurekendur og verkalýðsfélög landsins auk ráðuneyta að gefa starfsfólki frí...

Síðar í fréttinni segir: Þessi krafa er í beinu samhengi við undirskriftarsöfnun...  Þetta er sama atriði og ég ræddi í gær í sambandi við Landeyjahöfn. Hér er fengist við söfnun undirskrifta en ekki undirskriftar. Því skal segja undirskriftasöfnun en ekki undirskriftarsöfnun.


mbl.is Hvetja atvinnurekendur til að gefa starfsfólki frí til mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir þú hefur nóg að gera ef leiðrétta á allt sem skrifað er inn í mbl en samt sem áður gott hjá þér því að þeir eiga að hafa vit fyrir okkur sem ekki erum eins lærð til að skrifa

Sigurður Haraldsson, 1.11.2010 kl. 12:13

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Það gæti nú ært óstöðugan að reyna að leita uppi öll málblóm þeirra mbl.is-manna. Ég bara get ekki orða bundist stundum og læt þá vaða. Sumt er reyndar hálfgerður tittlingaskítur en það er sama. Hann er til vitnis um að blaðamaður hefur ekkert verið að hugsa um að vanda til verka. Mér finnst ástæðulaust að líða slíkt.

Magnús Óskar Ingvarsson, 1.11.2010 kl. 12:38

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þú stendur þig.

Sigurður Haraldsson, 1.11.2010 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband