1.11.2010 | 23:46
Slöpp málkennd 9
Girði ég mig enn í brók, sagði kallinn. Nú vil ég gera athugasemd við þetta hér: Sjálfvirkur vatnshæðarmælir Veðurstofunnar stóð í 3,5 metrum kl. 22:30 í kvöld, en hann var í 1,8 metra um miðjan dag í gær. Þegar ég var í skóla var kennt að tugabrot eins og 3,5 og 1,8 stjórnuðu tölu (eintölu eða fleirtölu) einingarinnar (metra í þessu tilfelli) með þeim hætti, að aftasti aukastafur réði tölunni. Það er sem sagt ekki stafurinn á undan kommu sem hefur áhrif heldur stafurinn á eftir henni. Svo að þar sem segir hann var í 1,8 metra á að vera hann var í 1,8 metrum. Hefði dýpið verið 2,1 væri rétt að segja um mælinn: hann var í 2,1 metra (tveimur komma einum metra).
Svo er það breidd brúarinnar. Vá maður eins og börnin segja. Á svona breiðri brú (340 m) gætu 3 júmbóþotur lent samhliða ef hún bara væri nógu löng. Venjuleg flugbraut er ekki nema 60 metra breið. En flestir eru vanir því að breidd árinnar stjórni lengd brúarinnar. Svo að brúin yfir Gígjukvísl mun vera um 340 m löng en breidd hennar er trúlega á bilinu 10 - 15 m.
Gígja hefur vaxið hratt í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.