2.11.2010 | 14:14
Slöpp málkennd 10
Ekki er víst að umkvörtunarefnið að þessu sinni sé sök fréttamanns, því að hugsanlegt er að hann taki orðalagið beint frá Viðskiptaráði Íslands. En hvað sem því líður: ... þar segir að þau verkefni sem núverandi ríkisstjórn stendur frammi fyrir séu ekki öfundsverð. er orðalag fréttarinnar. Um þetta er það að segja, að verkefni geta hvorki verið öfundsverð né ekki öfundsverð. Það er einungis hægt að öfunda persónu (eða þá ekki öfunda hana) af verkefni sínu. Því færi betur á því að segja að núverandi ríkisstjórn sé ekki öfundsverð af þeim verkefnum sem hún stendur frammi fyrir.
Að þessu sögðu finnst mér rétt að benda á það að herferð mín fyrir bættu málfari hér á þessum miðli virðist vera að bera árangur og er það gleðilegt. Hversu lengi það stendur á svo eftir að koma í ljós. Ég hef aldrei fengið fleiri heimsóknir á bloggið mitt en einmitt tvo síðastliðna daga. Það var ekki tilgangurinn með þessu, en það sýnir mér að fólk almennt hefur áhuga á íslensku og meðferð málsins. Vonandi draga blaðmennirnir nokkurn lærdóm af því og vanda betur til verka sinna hér eftir en hingað til, svo að manni verði ekki flökurt við að lesa fréttir. (Þetta þýðir engan veginn það að ég sé hér með hættur!).
Vilja leggja pólitískan ágreining til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En av kverju er adlir svona ljelegir í stavsedningu?
Kveðja, Gunnar.
Gunnar Björn Björnsson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 15:28
Nú er ég ekki að skjóta þig niður, Magnús Óskar, en á ekki að segja: - - - en það sýnir mér að fólk almennt HAFI áhuga á íslensku og meðferð málsins? Held það og langar í alvöru bara að vera viss. Geri sjálf oft villur, enda bjó líka gríðarlega lengi í öðru landi.
Elle_, 2.11.2010 kl. 18:30
Takk fyrir innlitið Gunnar og Elle.
Gunnar: Har'eggi godt a seija...
Elle Ericsson: Ég er ekki íslenskumenntaður þó að ég kunni mjög vel það sem ég átti að læra í barna-, unglinga- og menntaskóla. Að mínu mati getur þetta hvort tveggja gengið.
Mitt litla vit dugir samt ágætlega til þess að finna að mjög mörgu í fréttum mbl.is. Spurningin þín sýnir mér að þú hefur áhuga á íslensku máli eins og ég. Ég les oft bloggin þín og þú ert alls ekki verri en þessir margumræddu blaðamenn : - )
Magnús Óskar Ingvarsson, 2.11.2010 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.