3.11.2010 | 09:07
Slöpp málkennd 17
Er ekki fiskolía venjulega kölluð lýsi?
Undir myndinni er eftirfarandi texti: Lækningamáttur fiskolíu eru dregnir í efa í nýjum rannsóknu. Þetta ætti vitanlega að vera Lækningamáttur lýsis er dreginn í efa ...
Fiskolía hægir ekki á Alzheimer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haha, já. Þetta er auðvitað bara kallað "fish oil" á ensku. Þetta hefur gengið í gegnum tvær snaranir og orðið "fiskiolía". En það vantar greinilega einhverjar tengingar í heila blaðamanns (það eru m.a.s. myndir af lýsi með greininni). Ætli hann taki örugglega lýsið sitt?
Danni (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 11:33
Danni, hvort viltu hafa lýsið "fiskolia" eða "fiskiolia"?
Bjössi (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 13:07
Það sem þú skrifar, stendur alls ekki í fréttinni. Það stendur: "Í frétt CNN kemur fram að rannsóknin sé sú nýjasta en eflaust ekki sú síðasta þar sem áhrif omega fitusýru á andlega heilsu fólks eru dregin í efa." Sem að vísu hefur í orðalaginu sams konar innsláttarvillu.
Ég ætlaði að skrifa "inniheldur" í staðinn fyrir "hefur í orðalaginu", en ég þorði því ekki.
Vendetta, 3.11.2010 kl. 13:24
Æ, fyrirgefðu, þetta var rétt hjá þér. Ég hafði ekki tekið eftir myndatextanum.
Vendetta, 3.11.2010 kl. 13:40
Þetta er eins og að gagnrýna einhvern fyrir að segja t.d. petrolatum en ekki tiltekið markaðsnafn efnisins sem væri þá Vaselín.
Því verð ég bara að segja að það sé ekki ásættanlegt að væla yfir þessu á grundvelli málkenndar.
Helgi (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 16:49
Æ, fyrirgefðu Helgi, ég ætlaði ekki að meiða þig! En heldur þú að lýsi sé bara markaðsnafn og að einhverju leyti hliðstætt við Vaselín? Þá ertu á alvarlegum villigötum.
Magnús Óskar Ingvarsson, 3.11.2010 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.