Vægi atkvæðis

Það er best að ég drífi mig að kjósa, þó að ég viti vel að mitt atkvæði skiptir engu máli, sagði kunningi minn við mig um daginn. Ég svaraði þessu ekki, þó að ég yrði mjög undrandi á þessari yfirlýsingu hans. Eftir því sem mjórra er á mununum eins og staðan er nú, þá vex vægi hvers atkvæðis alveg upp í þá stöðu að munurinn sé eitt atkvæði. Þá fellur mál eða stendur eftir því hvort eitthvert atkvæði segir JÁ eða NEI. Viðkomandi gæti þá spurt sjálfan sig eftir á: Hvað ef ég hefði ekki farið á kjörstað eða skilað auðu? Hvað ef ég hefði greitt atkvæði á hinn veginn?

Kjósendur verða að gera sér grein fyrir því að sérhvert atkvæði gegnir hlutverki og getur á endanum ráðið úrslitum ef málin þróast með líkum hætti og ég var að viðra. 

 Kjósendur þurfa líka að temja sér þann þankagang, að það sé siðferðisleg skylda sérhvers borgara að mæta á kjörstað. Hvað hann svo gerir í kjörklefanum er alfarið hans mál og hann þarf aldrei að segja frá því frekar en honum sjálfum sýnist. En kostirnir eru í raun margir í sérhverjum kosningum. Í þeim kosningum, sem nú fara í hönd, eru möguleikarnir þó eins fáir og orðið getur: JÁ/NEI/AUTT/ÓGILT.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband