Steingrímur furðulegur

Ekki var hægt að búast við því eða ætlast til þess af nokkrum manni að segja já við samningi sem þessum án þess að hafa óbragð í munni. Þetta er alveg hárrétt svosem en hljómar mjög furðulega komandi frá æðsta talsmanni Breta hér á landi, sem barist hefur með kjafti og klóm fyrir því að koma skuldaklafanum á þjóðina.

En hvað um það, þær tölur sem komnar eru benda til þess að NEI vinni allstóran sigur, giska mætti á eitthvað í grenndinni við 57-43 til 60-40. Þá eru NEIin 33% til 50% fleiri en JÁin. Það út af fyrir sig er afskaplega gleðilegt. Nú er það hlutverk Alþingis og ríkisstjórnar að undirbúa málsvörn í komandi málaferlum, fyrst erlendis en svo að líkindum hérlendis. Allur sá málarekstur getur tekið nokkur ár, sem er bara allt í góðu lagi, en alveg er útilokað að málalok verði verri en JÁ hefði leitt af sér.

Vonandi fer endemisríkisstjórnin að gera eitthvað í atvinnumálum þjóðarinnar, en til dæmis má nefna það að ekkert hefur gerst í málum Suðurnesja ennþá þrátt fyrir sýndarmennskufund ríkisstjórnarinnar þar síðasta haust og öll loforð sem þar voru gefin voru orðin tóm. Þetta munu Vestfirðingar reyna líka. Þar var haldinn sýndarmennskufundur fyrir skömmu og talað fjálglega um það svæði og eitthvað sem ætti að gera en verður aldrei á meðan þessi stjórn situr.


mbl.is Mun fleiri segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vestfirðir eru uppáhaldslandshlutinn minn fyrir utan höfuðborgina.

Til hamingju með niðurstöðuna. Núna þarf bara að láta skilaefndinni eftir hlutverk sitt, að hámarka eignasafnið og greiða út kröfurnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2011 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 847

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband