„Bandaríkin eru sníkjudýr“

„Landið lifir á lánum. Það lifir um efni fram og færir ábyrgðina yfir á önnur lönd. Þannig hegðar það sér eins og sníkjudýr,“ sagði Pútin við unga stuðningsmenn sína á fundi í miðhluta Rússlands í dag.

 Það er alveg heilmikið til í þessu hjá karlskömminni.


mbl.is „Bandaríkin eru sníkjudýr“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er reyndar bara hálfur sannleikur. Raunverulega sníkjudýrið er sjálft fjármálakerfið, sem framleiðir engin verðmæti heldur bara skuldir, en eignast á endanum öll raunverðmætin þegar skuldirnar eru orðnar svo miklar að þær fást ekki greiddar og veðin eru innheimt. Þetta sníkjudýr er ekki aðeins að finna í Bandaríkjunum heldur er það alþjóðlegt, og er því einnig að finna hér á Íslandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.8.2011 kl. 02:47

2 identicon

Nákvæmlega Guðmundur. Eitt af andlitum sníkjudýrsins eru svokallaðir vogunarsjóðir, sem vill svo til að eru aðal kröfuhafar í íslensku bankanna! svo virðast auðvitað lykilaðilar innan ríkisstjórnarinar vera "umboðsmenn" fyrir kvikindið...Finndið að hugsa til þess, að þessir aðilar og aðrir "umbar" skulu halda að þeim verði ekki fargað eins og bleium gærdagsins þegar notagildi þeirra er uppurið.    

Andri Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 04:33

3 identicon

fyndið átti það að vera ;)

Andri Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 04:35

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Hálfsannleikur, já það er alveg örugglega rétt, því að ef ég byggi yfir öllum sannleika um fjármál veraldarinnar þá væri ég Nóbelsverðlaunahafi fyrir löngu. Í vísunni segir:

...

hálfsannleikur oftast er

óhrekjandi lygi...

og það er alveg rétt líka. En veitum því athygli sem vísan góða segir: Oftast, ekki alltaf.

Magnús Óskar Ingvarsson, 2.8.2011 kl. 17:24

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Magnús: Það hafa margir fengið Nóbelsverðlaun í hagfræði á hálfsannleik einum saman. Enginn hefur nokkurntíma fengið þau fyrir heildarsannleik!

Guðmundur Ásgeirsson, 3.8.2011 kl. 13:30

6 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Jibbí, þá á ég kannski von!

Magnús Óskar Ingvarsson, 3.8.2011 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband