Þrjú dæmi felld út

Hvar getur maður fengið upplýsingar um það hvaða dæmi þetta voru?

En þetta er náttúrlega alveg afbragðsaðferð til þess að bæta árangur samræmdra prófa: Ef "prófið er of þungt" = menn eru ekki ánægðir með einkunnirnar, þá skulum við bara sleppa erfiðistu dæmunum og gefa einkunnir eins og þau hafi aldrei verið með. Þá hækkar meðaltalið hraustlega og allir verða ánægðir.


mbl.is Þrjú dæmi felld úr stærðfræðiprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sonur minn tók þetta próf og þessum dæmum var sleppt af því að svar möguleikunum sem voru uppgefnir gegnu ekki upp. þeir voru hreinlega rangir, þannig að þetta er ekki krakkanna heldur þeirra sem sömdu þetta próf.

inga (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 16:41

2 identicon

ATH Meiri hlutinn af prófinu voru dæmi sem á að kynna fyrir nemendum í 10. bekk en þessi börn fara í  samræmdpróf til að vita hvar þau standa áður en 10. bekkjar námsefnið er lagt fyrir, einnig  voru líka dæmi sem eru úr stæ 202 í fjölbrautarskóla. Svo ég held að þessi próf séu ekki til að ath hvar þau standa námslega séð heldur til að brjóta þau niður.

regína (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 17:51

3 identicon

Ég er búinn að skoða dæmin og prófin á namsmat.is, dæmi 44 og 47 eru alveg hárrétt. Það er engin ástæða finnst mér að taka þau út. En dæmi fjögur aftur á móti er alveg kolrangt, farið er hrikalega illa með táknmál stærðfræðinnar. Sviga vantar í dæmið og uppsetningin 4 1/3 er látin standa fyrir fjórir og einn þriðju í stað fjórir margfaldað með einum þriðju, sem er alveg virkileg slátrun á þessu táknmáli.

Regína, þér til fróðleiks, þá eru áfangarnir STÆ102 og STÆ202 tveggja eininga stærðfræðiáfangar sem ætlaðir eru fólki sem stefnir ekki á frekara raungreinanám. Efnið í þessum fyrstu tveimur áföngum er meira og minna upprifjun úr síðustu tveimur árum í grunnskóla, þ.e. veldum, kvarðatrótum, mengjum o.fl. Annað efni í þessum tveimur áföngum, þriðju rætur og stærri algebrudæmi o.þ.h. er ekki að sjá á þessu samræmda prófi, og fyrir utan fjórða dæmið, þá ætti hver einast nemandi sem nennir að leggja stund á námið að komast í gegnum þetta próf eins og ekkert sé.

Orri (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 19:57

4 identicon

Er enginn að taka eftir því hversu gallað fyrsta dæmið er?

Friðrik (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 21:35

5 identicon

Nei.

Orri (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 857

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband