Falið atvinnuleysi

Svo skal böl bæta að benda á annað verra. Þá geta allir vel við unað ef einhver fyrirfinnst einhvers staðar sem kemst ver af að einhverju leyti en maður sjálfur. En það er auðvitað tómt mál að tala um það atvinnuleysi sem mælist eftir að tugir þúsunda hafa verið hrakin úr landi vegna atvinnuleysis og þúsundir í viðbót hafa tekið upp á því að sækja skóla, sem að öðrum kosti hefðu ekki gert það. Störfum í landinu hefur lítið eða jafnvel ekkert fjölgað síðustu misserin, svo að atvinnuleysislækkunin sem um er rætt stafar öll af skólanámi og landflótta. Steingrímur og Jóhanna reisa sér traustan minnisvarða með þessum hætti. Jóhanna er svo oft búin að lofa fjölgun starfa í þúsundatali og þegar hún þarf að svara fyrir ástandið eru helstu rök hennar alltaf að þúsundir starfa séu rétt handan við hornið og birtist öll bara innan skamms. Öll þau störf komi til vegna dugnaðar ríkisstjórnarinnar en atvinnuleysið viðvarand sé hins vegar bara atvinnulífinu sjálfu að kenna.
mbl.is Lítið atvinnuleysi á Íslandi í alþjóðlegum samanburði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er líka dulið og falið atvinnuleysi annarsstaðar í Evrópu. Til dæmis geta íslendingar verið samfleytt atvinnulausir í 4 ár. Hér á Spáni þar sem ég bý er 21,3% atvinnuleysi og allt að 50% meðal ungs fólks, en samt er fólki hent útaf atvinnuleysisbótum eftir 9 mánuði. Hér fækkar líka fólki vegna landflótta.

Hinns vegar hefur landflótti frá Íslandi verið sáralítill, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að stór hluti þessa hóps sem hefur flust burt voru útlendingar sem fóru heim til sín.

Fækkun upp á 0,6% er margfallt minni en verstu spár gerðu ráð fyrir í upphafi kreppunnar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband