Gott mál

Það er hið besta mál að hafísinn sé fjær landi nú en í fyrra. Þeir sem eitthvað vita um sögu landsins vita að fátt ef nokkuð (og þá ekki einu sinni eldgos) hefur verið þjóðinni meiri vágestur í gegnum aldirnar en hafísinn. "Ertu kominn, landsins forni fjandi" kvað Matthías og hann vissi vel hvað hann söng. Einhvern veginn virka þeir náttúrusinnuðu og jökladýrkendur þannig á mig að mér finnst eins og þeir óski þess í raun að hér verði hafís árlegur gestur og að jöklarnir fari nú virkilega að sækja á aftur. Ég tel mig ekki vera andstæðing náttúrunnar svona heilt yfir, en viss atriði í málflutningi græningja þoli ég ekki. Til dæmis ísdýrkunina og lúpínuhatrið, jafnvel hatur á barrtrjám. Fyrr má nú vera. Ég hef haft það á orði við mann og annan að ef umhverfisráðherra fer út í aðgerðir gegn lúpínu á breiðum grundvelli (það hefur verið haft á orði), þá ætla ég að fylla vasa mína af lúpínufræi og sá því sem víðast þar sem þörf er á. Sjáum þá til hvort okkar hefur betur þegar fram í sækir.
mbl.is Hafísinn fjær en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 781

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband