Klórar Alþingi yfir skítinn sinn?

Alþingi undirbýr nú að klóra yfir skítinn sinn frá því í fyrra. Fáránlegasta ákvörðun sem tekin hefur verið í sögu þingsins var sú að greidd skyldu atkvæði um hvern hinna fjögurra ráðherra fyrir sig. Það var svo fyrirfram auðséð að sú tillaga yrði felld hvað varðaði alla nema Geir H. Haarde. Þarna hefði átt að greiða atkvæði um alla saman í einum pakka og keyra svo málið hratt.

Jóhanna Sigurðardóttir var hörð í neiinu þegar atkvæði voru greidd í fyrra. Hún er samt ekki einn flutningsmanna þeirrar tillögu að fella málið niður. Verður hún þá á móti niðurfellingunni? Aldrei er að vita hvaða fásinnu hún kann að bíta í sig. Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld sagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingar að enginn Samfylkingarmaður yrði meðflutningsmaður niðurfellingartillögunnar. Skyldi Jóhanna banna það? Hvað á maður að halda? Það voru einhverjir Samfylkingarþingmenn andvígir málshöfðun á hendur Geir (allavega Jóhanna) og hvers vegna geta þeir þá ekki verið meðflutningsmenn?

Verði nú málið fellt niður, hver skyldi þá verða fjárhæð bóta til handa Geir fyrir ástæðulausa málshöfðun, mannorðsskaða og fleira þvíumlíkt?


mbl.is Málið gegn Geir verði fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða bull er þetta. Eru Alþingismenn lágkúra þjóðarinnar? Er hægt að semja um sakleysi einhvers brotamanns. (já við sáum það reyndar í fyrri atkv.greiðslu Alþ. Sem og máli Árna J)

Ef Alþingi væri þjóðarinnar, en ekki samansafn af hrunapólitíkusum, mútuþegum og samsekum kúlulána og fjárglæframönnum.

Þá hefðu þeir bein í nefinu til að ákveða að ÖLL hrunastjórnin myndi sitja Landsdóm. Og réttvísinni yrði fullnægt.

Sekum yrði refsað og saklausir fríaðir.

Ásamt því mikilvægasta. Alþingi myndi endurheimta smá reysn sem hún ætti að eiga meðal þjóðarinnar.

En hefur ekki og réttilega, vegna glæpastarfseminnar sem þar hefur blómstrað.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 21:02

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Arnór: Þú byrjar á að segja að ég bulli. Vel má það vera rétt hjá þér. En svo ferð þú að vaða úr einu í annað og ef ég skil þig rétt (sem er ekkert víst) þá sýnist mér að þú sért oftast sammála mér. Hvor okkar bullar þá meira?

Magnús Óskar Ingvarsson, 15.12.2011 kl. 21:34

3 identicon

Sorry góði, meinti auðvitað hvaða bull er það á Alþingi að láta sér detta í hug að þeir geti fríað einhvern frá Landsdómi eftir að hafa sent hann þangað.

Alls ekki að þú bullir. Því sannarlega er þetta yfirklór.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 01:58

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Jájá. Þetta gekk ekki upp í kollinum á mér!

Magnús Óskar Ingvarsson, 17.12.2011 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband