1.3.2012 | 21:15
Banna skipulagða glæpastarfsemi
Ég er þeirrar skoðunar að Björgvin G. Sigurðsson ætti alls ekki að eiga sæti á Alþingi, frekar en aðrir sem voru ráðherrar í hrunstjórninni, Jóhanna, Össur, Þorgerður K. G., Einar Guðfinns, Guðlaugur Þór og allt þetta lið sem ætti að vera á sakamannabekk með Geir Haarde. Samt er það svo að ég styð hann og skoðun hans í þessu máli alfarið. Vonandi tekst mönnum að berja saman lagatexta sem gerir svona samtök útlæg af landinu að fullu og öllu. Búningar þeirra eru að sjálfsögðu óþarfir með öllu ef samtökin eru bönnuð.
Vill banna mótorhjólagengin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það gagnast ekkert að banna þetta.
Er eitthvað minna um kókaín í umferð þrátt fyrir að það sé bannað???
Þetta gæti allt eins heitið "Prjónaklúbbur Dísu" án þess að vera endilega eitthvað meira eða minna viðriðin glæpastarfssemi.
Það sem (m.v. yfirlýsingar undarfarinna daga) þarf greinilega verulega að bæta úr er að hækka meðalgreindarvísitölu íslenskra ráðamanna uppúr þeirra egin skónúmeri.
Óskar Guðmundsson, 1.3.2012 kl. 21:26
Ósammála þér nema hvað varðar meðalgreindarvísitölu ráðamanna. Það er örugglega minna kókaín í umferð en væri ef það væri leyft. Samtökin sem hér eru til umræðu eru um víða veröld skilgreind sem skipulögð glæpasamtök og furðulegur málflutningur að líkja þeim við prjónaklúbba. Ert þú félagi í einhverjum af glæpasamtökunum Óskar?
Magnús Óskar Ingvarsson, 1.3.2012 kl. 21:39
Ef banna á skipulögð glæpasamtök þíðir það þá að óskipulögð glæpasamtök séu þá ekki bönnuð. Eða eru þau það, ég er ekki svo klár í lögfræði.
Eyjólfur Jónsson, 1.3.2012 kl. 21:49
Ég ekki heldur Eyjólfur.
Magnús Óskar Ingvarsson, 1.3.2012 kl. 21:58
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/saevar-thor-jonsson-logfraedingur-bankar-og-fjarmognunarfyrirtaeki-a-islandi-stunda-skipulagda-glaepastarfsemi
GunniS, 1.3.2012 kl. 22:45
Ég er nú alveg sammála því að það "ætti að banna skipulögð glæpasamtök". EN það er bara ekki hægt;
Ég hef nú heldur ekki haft mikið álit á Björgvini G. né flestum í Samfylkingunni en það er eitt sem þeir eru gjörsamlega að gleyma varðandi þessa menn sem í raun eru verið að ræða um:
Þessum mönnum er andskotans sama hvort einhverjir skriffinnar banni þeirra samtök. Í þeirra huga þá eru þeir komnir inn og hingað til Íslands og eru komnir til að vera, og það getur enginn sagt þeim annað... mana þig til að reyna það :P
Norðmenn sögðu okkur að setja bann á þessi samtök hér á landi áður en þeir kæmu hingað því við myndum ekki losna við þá, og hvað gerði löggjafarvaldið? Ekki rassgat... samt voru Hells Angels að koma hingað í ferðir að hitta ákveðna aðila nokkrum sinnum á ári gott ef ekki og stoppaðir á flugvellinum og vísað frá landi... Samt komu þeir aftur og aftur í merktum jökkum Hells Angels!
Þeir geta eins og þeir vilja bannað 81 og Outlaws (Eða hvort þeir heita Black Pistons í dag og á leiðinni inn), en þeir, annað en önnur skipulögð glæpasamtök, eru ekki að fela það, sbr. merkin þeirra aftan á jökkunum... Þeir hafa þennan stimpil, þeir vita það og þeim er bara andkostans sama og sýna það, á meðan gaurinn í næstu íbúð eða húsi gæti verið á kafi í undirheimunum og þú veist aldrei af því.
Við getum bannað fíkniefni, vændi ólöglegt niðurhal og á endanum bannað alkóhól, eða réttast sagt hvað sem er, maðurinn finnur alltaf leið til að komast hjá því banni. Ef 81 og Outlaws þurfa lítið annað en að fjarlægja jakkana til að þekkjast ekki sem skipulögð glæpasamtök (ef þeir þá mega það skv. reglum klúbbanna), hvernig ættum við þá að þekkja þá?
Það stendur ekki "Fíkniefnasali" á fíkniefnasala... né handrukkari á handrukkara... En móthjólasamtökin sýna það og eru bara ekkert hræddir við það, enda er þeim drullusama um okkar álit á þeim, svo lengi sem við sýnum þeim það ekki, þá gætu málin orðið ljót fyrir þann aðila :)
ViceRoy, 1.3.2012 kl. 23:04
skipulögð glæpasamtök eru þegar bönnuð, en Björgvin var að ræða um vélhjólasamtök. Lögreglan telur að þessi samtök séu glæpasamtök en hefur ekki getað sannaðð það formlega. Þá er spurningin er ekki bara hægt að banna slík samtök? Þá vaknar spurningin um hvort starfsemi þeirra færist ekki bara í annað form.
Kristbjörn Árnason, 1.3.2012 kl. 23:21
Samfylkingin er sennilega Glæpasamtök...
Vilhjálmur Stefánsson, 1.3.2012 kl. 23:38
Solitaritet - einn fyrir alla, allir fyrir einn.
Ef einn er gripin fyrir vopnasmygl, þá eru allir sekir.
Semsagt einn dómur yfir alla.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 00:01
Á að banna skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi hjá öllum? Er fólkið ekki í lagi? "Þá hrynur allt kerfið eðlilega innanfrá ....!!"
Óskar Arnórsson, 2.3.2012 kl. 03:39
Sæll.
Þetta er frábær lausn hjá Björgvini, bönnum þetta bara! Bönnum líka vændi, dópsölu, leiðinlegt fólk, félög sem okkur líkar ekki við, tattústofur ætti að banna líka því tattú eru svo ljót, skyndibitastaði þarf einnig að banna því þeir ýta undir offitu og hjartaáföll. Við sjáum öll að það svínvirkar að banna bara nógu mikið og reyna endalaust að hafa vitið fyrir fólki.
Ætli Björgvin snillingur hafi leitt hugann að því hvort banna megi félagasamtök? Væri ekki nær fyrir Sf, sem hefur valdið margfalt meiri skaða hérlendis en nokkur mótorhjólagengi samanlagt, að byrja á því að fara eftir stjórnarskránni í stað þess að eyða peningum og tíma í að breyta henni? Olli stjórnarskráin huninu?
Á meðan Sf eyðir tíma og púðri í að spá í að banna þessi samtök eru hún auðvitað ekki að hjálpa fólki sem strugglar með sín lán og himinháar opinberar álögur. Veitum því athygli.
Ráðaleysi Sf er algert á öllum sviðum!!!!
Helgi (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 07:53
Björgvin! Gætur þú líkað látið banna rigningu og snjókomu, mér er svo illa við þetta. Takk kærlega Björgvin, þú færð mitt atkvæði.
Doddi (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 10:19
Það er rétt og satt sem margir hafa haldið fram hér að ofan að ýmislegt þýðir ekki að banna, svo sem eins og til dæmis vændi. Það ætti að vera leyft og opinbert undir eftirliti lögreglu og heilbrigðiskerfis. En vélhjólasamtökin verður að banna og skilgreina þau opinberlega sem skipulögð glæpasamtök eins og gert er víðast um vesturlönd. Rétt er hjá ViceRoy að stjórnvöld flutu sofandi að feigðarósi og gerðu ekkert í 3 ár á meðan vitað var að Hell´s Angels voru að undirbúa jarðveginn og hreiðra um sig. Að því leyti er of seint í rassinn gripið. En þetta er samt tilvik sem krefst þess að grípa í rassinn þó að seint sé. Mönnum er að sjálfsögðu heimilt að stofna vélhjólasamtök svo sem eins og Sniglarnir ef þeir eru þá til ennþá. En starfsemi undir merkjum alþjóðlega skilgreindra glæpasamtaka er alveg sjálfsagt að banna.
Magnús Óskar Ingvarsson, 2.3.2012 kl. 12:13
.... mikið er ég fegin að það stendur ekkert um vélhjólasamtök í Biblíunni. Þá yrðu fullt að skrítnum skoðunum um vélhjólaklúbba á blogginu.... Enn í alvöru. Má ekki semja við þessa klúbba? Er ekki hægt að tala við þá? Erlendis eru þeir í viðræðuþáttum í sjónvarpi og hafa þeir útskýrt sína afstöðu skýrt og greinilega...
"Við viljum vera með eigin reglur og ef þær eru ekki þær sömu og samfélagsins, þá gilda okkar reglur" og púnktur.... segja þeir bara og standa síðan við það. Þeir hræða stundum fólk þegar þeir eru að skjóta á hvern annan, og harma mjög þegar venjulegt fólk verður á milli í þessum bardögum þeirra. Allskonar bófafélög hafa hætt að vera til og eru þjófar í Svíþjóð t.d. komnir með félagsskap þar sem þeir reyna að hætta að vera þjófar með aðstoð Ríkissins. (www.tjuvgods.se).. dópistar eru komnir með félagsskap þar sem menn fá að dópa löglega... "Drug Users Union" (www.svenskabrukarforeningen.se) Þar er búið að endurskíra dópið og núna heitir það meðal og hjálpar fullt af fólki.
Það hefur alltaf borgað sig að tala við fólk til að leysa mál.
Svona Anti-lýðræðisaktivisti eins og Björgvin G. Sigurðsson veit í fyrsta lagi ekkert um hvað hann er að tala, veit sjálfsagt ekkert um þessi vélhjólasamtök né veit hann um neina glæpi yfirleitt, nema sína eigin enn hann vill einhvern stríðsrekstur. Og af hvaða ástæðu nákvæmlega skiptir engu máli fyrir Björgvin. Ég þekki engar vélhjólaklíkur enn hef hitt persónulega marga af þeim. Og þeir eru bara eins og venjulegt fólk. Sumir eru eldklárir og aðrir á fábjánastigi. Gáfnaskiptingin er nákvæmlega eins og á Alþingi, bara þeir eru skemmtilegra fólk og frjálsara hjá vélhjólaklúbbnum.
Ég vil banna Alþingi í 4 ár og ráða erlendan forstjóra til að reka landið eins og fyrirtæki jafnlengi. Endurskoða bannlistan og fara að gefa fólki sjens á því að það lifi ekki með lögreglu eða fógeta á hlaupum á eftir sér. Endurskoða þessa löggjöfina og laga hana að Stjórnarskránni sem er alltaf verið að taka úr sambandi af og til.
Eini alvöru skipulagða glæpamennska á Íslandi er í Fjármálakerfinu, meðal lagasmiða og stjórnenda landsins. Ef eitthvað er þá mun ásókn í að vera meðlimur í vélhjólaklubbum aukast vegna afstöðu þeirra til samfélagsins og ekki öfugt. Þetta samfélag er rekið af flötu, leiðinlegu og ábyrgðarlausu fólki sem allir eru búnir að fá leið á fyrir löngu. Og ef einhver á að kallast glæpamaður þá er það Björgvin. Það er landráð að mælast til að brjóta Stjórnarskrárréttindi fólks...
Óskar Arnórsson, 2.3.2012 kl. 12:33
Eina leiðin til að tækla svona glæpasamtök er að breyta vímuefnalögum... að banna vímuefni er ekkert nema það að styðja við glæpasamtök.
Bönn á vímuefnum, það er óvinur iokkar allra
DoctorE (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.