Málfar: utanveltu / afvelta

Ég var að horfa á sjónvarpssöfnunarþáttinn Á allra vörum sem var stórkostlega vel heppnaður í alla staði. Dorrit var stórkostleg eins og hennar var von og vísa og vantar nú bara ljósan lokk frá Ólafi til þess að fullkomna þann safngrip.

Ég hnaut samt um eitt í þættinum en þá komst annar stjórnandinn svo að orði að einhver væri utanvelta*.  Þannig er bara ekki sagt á ástkæra, ilhýra. Við segjum að einhver sé utanveltu. Svo er aftur á móti það að vera afvelta og það hefur kannski ruglað sjónvarpsmanninn.

Merking orðtaksins að vera utanveltu  er sú að einhver er án félagslegra tengsla.

Merking orðtaksins að vera afvelta er sú að einhver (skepna) liggur á hryggnum og getur ekki komið undir sig fótunum.

En aldrei er talað um að vera utanvelta*.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég hef heyrt um ýmsa aðra en skepnur sem verða afvelta. Sjálf er ég stundum utanveltu...... og veit varla hvað snýr upp eða niður :)

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 16.9.2012 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 782

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband