30.9.2012 | 11:41
Lélegt málfar blaðurmennis
Þvílíkur skortur á málkennd. Þetta er augljóslega skrifað af blaðurmenni en ekki blaðamanni. Fyrirsögnin: Fann ein milljónir á götunni. Hér hefði átt að standa: Fann eina milljón á götunni. Eins og fyrirsögnin er þá þýðir hún það að ein (kona) fann (margar) milljónir á götunni. En engan veginn er átt við það samkvæmt fréttinni sjálfri.
Svo kemur málsgreinin "Norðmanninum Arnt Roger Myrvoll brá heldur betur í brún þegar hann fann möppu á götu í Finnsnes sem var full af peningum." Þetta er ósköp kauðskt. Betur hefði farið á að segja "Norðmanninum Arnt Roger Myrvoll brá heldur betur í brún þegar hann fann möppu fulla af peningum á götu í Finnsnes."
Og áfram er haldið: "Í möppunni reyndust vera 48 þúsund norskar krónur sem jafngildir um eina milljón íslenskum krónum." Rétt íslenska er að segja "... sem jafngildir um einni milljón íslenskra króna."
Ekki er hringlandahættinum þar með lokið. "Myrvoll segir í samtali við Nyrlys að það hafi aldrei komið annað til greina í sínum huga..." Æ, æ. Nokkrum línum ofar hét dagblaðið Nordlys. Mjög fljótlegt er að ganga úr skugga um að það er hið rétta, ekkert er til sem heitir Nyrlys. Í framhaldinu hefði verið miklu betra að segja "... að aldrei hafi annað komið til greina...".
Að lokum: "Hann segist vona að flestir í þessari stöðu hefðu gert það sama." Betra væri að segja: Hann segist vona að flestir hefðu gert það sama í sínum sporum.
Fann eina milljón á götunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gæti verið google translate :)
el-Toro, 30.9.2012 kl. 11:57
ægileg smámunasemi er þetta, þó allt sé ekki alveg 100% í fréttinni þá er hér mest um smámunasemi heilagrar (öfgafullra) hreinsunarsinna að ræða, fréttin er vel skiljanleg og ekkert út úr kú
siggi (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 14:13
Siggi. "Hreinsunarsinni", eins og þú kallar þá, er einhver sem er á móti slettuorðum. Þetta er augljóslega spurning um málfræði.
Hver er munurinn? Hreinsunarsinni finnst ömurlegt að sjá orð á borð við "spekúlera", "fabjúlos", "djísöss" á meðan málfræðisinni mun gera athugasemdir útá kyn/fallbeygingu á orði, hvort þú notaðir "ég finnst" í staðinn fyrir "mér finnst" o.s.frv.
Auðvitað er mjög líklegt að sá sem gagnrýnir fallbeygingar sé á móti slettum en það eru mun fleiri sem þola ekki slettur en fyrirgefa stafsetningarvillur.
Einar (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 15:01
Æ, ég finnst þetta allt í vera í lagi :)
siggi (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 16:23
Látum vera með eina og eina þýðingarvillu en afspyrnulélegt málfar þýðinga á erlendum fréttum er regla en ekki undantekning.
Að finna að því að fjölmiðill hafi þýðendur sem ekki kunna sitt eigið móðurmál er ekki er ekki röfl um smámunasemi.
(Það tók Morgunblaðið nokkra klukkutíma að lagfæra ambögurnar í þessari þýðingu sem um ræðir)
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 18:49
Eg hef einga list á því að paela í þessu en auðvitað á að reina sem mest maður getur til að skrifa rétt, Halldór Laxness var flottur og hans ritstíll var ekki réttur.
Sigurður Haraldsson, 30.9.2012 kl. 19:19
Það er satt að allt of oft er illa þýtt og hræðilega skrifað á mbl og fleiri miðlum, stundum eins og google hafi verið í lykilhlutverki, það sem mér finst samt hér menn vera farnir að elltast við smámunasemi fyrir utan fyrirsögnina sem hlítur að hafa verið slys, það er mín skoðun, margar fréttir hafa samt verið hrein hörmung, ég veit að sumir eru mjög heitir fyrir þessu og nánast eins og maður hafi talað illa um guðinn þeirra, tungumálið hefur samt breyst í gegnum tíðina frá forníslenskunni og á eftir að gera enn, ég ætla samt ekki að verja fréttamenn, auðvitað eiga þeir að geta skrifað allaveganna að flestu leiti rétt, ég get samt ekki verið sammála um 100% og þar yfir þar sem ég trúi ekki á fullkomnn og tel það alltaf vera öfgar að ætlast til þess. Ég er sjálfur illa skrifandi en skammast mín ekki og er sáttur með það sem ég get, kanski ætti ég að athuga að gerast fréttamaður :)
siggi (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.