Kaupþingslekinn

Mikið er gott til þess að vita að núverandi starfsfólk Nýja Kaupþings er ekki upp til hópa samviskulaust. Alveg er ljóst að innanhússmaður hefur lekið glærunum um þau 250 félög, sem mest skulduðu fáeinum dögum fyrir hrunið. Furðulegur var úrskurður sýslumannsins í Reykjavík, sem bannaði RÚV einum fjölmiðla að fjalla um málið. Hinir mega segja hvað sem andinn blæs þeim í brjóst. Það verður samt að telja líklegt að langflestir Íslendingar hafi sótt þessi gögn ef þeir á annað borð eru tölvulæsir. Svo kemur talsmaður Nýja Kaupþings og jarmar um traust! Ég fékk það á tilfinninguna að maðurinn skildi ekki orðið. TRAUST "viðskiptavina" væri meira virði en upplýsingagjöf til almennings! Vitandi það að allur almenningur átti greiðan aðgang að upplýsingunum og flestir voru þá þegar búnir að hlaða þeim niður hjá sér. Þvílík sýndarmennska. Þessi maður glataði á einu andartaki því mjög takmarkaða trausti sem ég hafði borið til hans. Ég er örugglega ekki einn um að vera í þeim sporum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband