Fyrirlitlegt athæfi

Enn leika „málarar“ lausum hala. (Ég bið málara afsökunar!) Mikil ósköp eiga þessir forskrúfuðu menn af málningu. Eins og ég hef áður sagt, þá er það alveg furðulegur hugsunarháttur sem felst í því að ráðast að dauðum hlutum og valda á þeim skemmdum. Þetta fólk vinnur málstaðnum ekki í hag með þessum hætti. Þetta vekur bara fyrirlitningu hjá hinum sem heilbrigðir teljast.
mbl.is Málningu slett á hús Hjörleifs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Og hvaða raunverulegu áhrif finnst þér vera merkjanleg eftir málningarskvettur undanfarinna daga? Það eina sem ég sé er aukin vinna fréttamanna, lögreglu og þeirra sem hreinsa hús með háþrýstibyssum. Getur þú kannski nefnt eitthvað tvennt jákvætt í viðbót?

Magnús Óskar Ingvarsson, 10.8.2009 kl. 11:51

2 Smámynd: Kristvin Guðmundsson

Dauðum hlutum já ....Vertu ekki svona þver....
Er ekki verið að ráðast að dauðum hlutum sem fólk er búið að skuldbinda sig í að borga af alla ævi.
Og þökk sé yfirlaunum og rugli eru svona menn sem borga fyrir dauðu hlutina sína á nokkrum mánuðum.
Reyndu að skilja fólk er búið að fá nóg .....

Kristvin Guðmundsson, 10.8.2009 kl. 13:13

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Kristvin: ?

Magnús Óskar Ingvarsson, 10.8.2009 kl. 19:34

4 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Áhrif aðgerðanna eru að halda fólki við efnið og minna á að það eru einhverjir ennþá vakandi. Þrátt fyrir að'þjóðin hafi lítið úthald til andófs og láti sér nægja að bölva og rausa á netinu eða sín á milli. Að venju, og þetta vita ráðandi öfl sem fara sér hægt og vilja bíða, sitja þetta af sér þangað til reiðin gengur yfir. En reiðina vantar farveg og ekki endilega ,,réttan" að mati yfirvalda. Það þarf að tappa af svo flestir verði þægir og góðir aftur. Þetta eru táknrænar aðgerðir, áminning um að nær ekkert hefur verið gert til að ná fram réttlæti. Stórþjófarnir hafa okkur að háði og spotti á meðan þeir leika lausum hala og fólk bítur á blekkingunarbeituna, með því að hneysklast yfir saklausum slettum.

Undarlegt hvað Íslendingar hneykslast á smávægilegum skemmdum á efnislegum (helgum?) hlutum eins og steynsteypu og bílum. Á meðan margir bloggplebbar verja barsmíðar á fólki í ólaganna nafni.

Þorri Almennings Forni Loftski, 10.8.2009 kl. 23:13

5 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Þorri: Miklu meira gæti áunnist ef þú beittir pennalipurð þinni til að skrifa greinar í blöð, því að þú ert vel máli farinn og átt gott með að skrifa texta í samhengi eins og sést á athugasemd þinni. Penninn er beittasta vopnið. Skemmdarverk á dauðum hlutum er aldrei hægt að líða.

Magnús Óskar Ingvarsson, 11.8.2009 kl. 10:37

6 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Magnús: Þakka hrósið. Ég stunda ekki skemmdarverk á dauðum eða lifandi hlutum. En ég get ekki fordæmt þessar aðgerðir vegna núverandi ástands. Ég skrifaði áður í blöð og tímarit en það er lítið eftir af dagblöðum hérlendis. Það er því mjög takmarkaður vettvangur um þessar mundir. Ég verð að segja þér til hróss að ég virði hreinskilni þína og húmor að kalla bloggið þitt sleggjudómarinn.

Með bestu kveðju

Þorri

Þorri Almennings Forni Loftski, 11.8.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband