Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða ...

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er frétt undir fyrirsögninni Nýjar útfærslur breyta ekki afstöðu stjórnarandstöðu og Mogginn segir á sinni forsíðu Enn algjör óvissa uppi um Icesave; Stjórnarandstaðan segir fyrirvara stjórnarinnar ekki ganga nógu langt. Reyndar eru þetta ekki fréttir, því að þetta var löngu vitað. Stjórnarandstaðan er auðvitað stjórnarandstaða og ekki þarf sérstaklega að gera ráð fyrir að sú afstaða breytist þrátt fyrir einhverja fyrirvara.

Málið snýst hins vegar um stjórnarliðana. Þrír eru þekktar stærðir, þau Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson. Þau hafa öll gefið upp að þau séu á bandi stjórnarandstöðunnar í þessu máli. Aðrir Vg menn eru sumir hverjir óráðnir. Málið snýst algjörlega um það eitt hvort Steingrími tekst að tryggja fylgispekt þeirra við ríkisábyrgðina eða ekki. Ef við treystum því að ekki snúist fleiri af stjórnarliðum gegn þessu máli þá er staðan 31/32 og málið fellur ef enginn situr hjá. Ef þeir þrír Vg menn sem eru andvígir velja þann kost að sitja hjá þá er staðan 31/29 og málið fer í gegn. Svo að fréttir og fréttaskýringar ættu að snúast um þá, sem eru í stjórnarliðinu en samt á móti þessum samningi þrátt fyrir ýmsa fyrirvara, sem og þá sem eru óráðnir.

En hér er ég að gera því skóna að Borgarahreyfingin taki afstöðu gegn ríkisábyrgðinni, en það er þó ekki víst, til dæmis hefur Birgitta talað líklega. Þeir eru til alls líklegir og eiginlega er ekkert sem bendir til þess að þeir greiði atkvæði á einn veg frekar en annan, auk þess sem samstaðan í hópnum er ekki upp á marga fiska. Það getur því allt gerst ennþá en Stg+Jóh eru ekki tilbúin að hleypa málinu áfram enn sem komið er. Við hin bíðum í ofvæni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 797

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband