Skelfingarfréttir

Mér sýnist að þær fréttir sem Rannsóknarnefnd Alþingis kemur til með að flytja þjóðinni þann 1. nóvember næstkomandi muni varpa ljósi á gjörðir og ábyrgð æðstu valdamanna þjóðarinnar. Mér fannst það skína út úr véfréttalegum ummælum Páls Hreinssonar, að nauðsynlegt yrði (að hans mati) að skipa Landsdóm. Það apparat er alfarið á vegum Alþingis en hefur aldrei verið kallað saman. Hlutverk landsdóms er að fást við ákærur á hendur ráðherra vegna beitingar eða misbeitingar valds í ráðherratíð.

Hvaða ráðherrar hafa verið tengdastir útrásinni og því að skapa umhverfi, sem gerði öll þessi landráð framkvæmanleg?

Mér finnst ljóst að Páll vildi undirbúa almenning fyrir váleg tíðindi. Samt er spurning hvort það var rétt af honum. Öllum geta orðið á mistök og ég held að Páll hafi ekki gert sér grein fyrir því hverskonar skelfing grípur marga við svona ummæli ábyrgra aðila. Hins vegar er skiljanlegt að hann skuli ekki vilja greina frá hluta af heildinni, því að nefndin hefur alls ekki lokið störfum. Páll telur augljóslega að margt til viðbótar eigi eftir að koma út úr pokahornunum næsta ársfjórðunginn og hann vill ekki skýra frá neinu fyrr en heildarmyndin liggur fyrir að svo miklu leyti sem mögulegt reynist á þeim tæpu 10 mánuðum sem nefndin fékk til starfa sinna.

Í þessari stöðu hefði Páll Hreinsson helst ekki átt að leyfa viðtal við sig. Málin eru allt of viðkvæm eins og stendur. En bomban verður greinilega skelfileg.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband