Vegna ...

... er forsetning í íslensku máli. Eins og aðrar slíkar stýrir hún falli. Við segjum: vegna mín, vegna þess, vegna Guðmundar; sem sagt er það svo að forsetningin vegna stýrir eignarfalli. Alltaf nema á mbl.is.

Þar segir í upphafi fréttarinnar: „Hugsanlegt er að EES-samningurinn fari í uppnám vegna setningu neyðarlaganna. Þetta er haft eftir fyrrum yfirlögfræðingi EFTA í fréttum Stöðvar 2. Þar kom einnig fram að þrjátíu og níu evrópskir bankar og fjármálastofnanir hafi sent inn formlega kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA vegna setningu neyðarlaganna.“

Hér kemur tvívegis fyrir orðalagið vegna setningu. En mér er ekki ljóst hvort „setningu“ er þolfall eða þágufall. Það er samt alveg ljóst að það er ekki eignarfall eins og vera ber. Í klausunni ætti að segja í báðum tilvikunum: „vegna setningar“.


mbl.is EES hugsanlega í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 807

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband