Hrunadansinn

Til forna skemmtu menn sér á jólanótt (eða kannski nýársnótt?) í Hruna þar til kirkjan sökk með manni og mús. Hrunadans nútímans stóð yfir í nokkur ár, allt frá einkavæðingarrugli Davíðs til bankahrunsins á síðasta ári og við höfum enn ekki sopið seyðið af öllum þeim ósköpum.

Lengi hefur almenningur beðið og þótt Jóhanna og Steingrímur gera lítið í því að láta frysta eigur og höfða mál, krefjast skaðabóta og hreinlega að fá menn dæmda. Útrásarvíkingarnir hafa upp til hópa vanvirt þjóð sína og valdið henni ómælanlegu tjóni og álitshnekki. Því þykir þjóðinni sem þeir eigi ekkert gott skilið. Ekki lái ég þjóðinni.

Ánægjulegt er að loksins, seint og um síðir, eigi að hysja upp um sig og fara að sinna málunum eitthvað, þó svo að það virðist vera í litlu, allavega við fyrstu sýn. En samt mundi gleði mín vaxa til mikilla muna ef ég sæi einhvern lit á því að til stæði að leiðrétta þá svívirðu sem verðtryggingin er. Ég hef áður rætt það stuttlega og endurtek það ekki hér.


mbl.is Höfða einkamál gegn hrunfólkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband