9.10.2009 | 12:56
Þvílíkt rugl
Vandamálið vex í hlutfalli við annað veldi af fjölda þeirra fávísu sem um það fjalla. Það er hollt og gott að hafa það í huga. Með vaxandi fjölda almennt í stjórnum og ráðum fjölgar óhjákvæmilega þeim fávísu sem að málum koma. Ekki er endilega þar með sagt að allir ráðamenn séu fávísir. En fjöldi fávísra er ákveðið hlutfall allra í samfélaginu. Það er því ákveðin hætta fólgin í þessu og þarf mikla fávísi til að leggja fram svona frumvarp. Þó að það sé sprottið af evrópskri rót og annars allt gott um Evrópu að segja. Við getum þó að minnsta kosti huggað okkur við að litlar líkur eru til þess að þetta verði tekið til afgreiðslu frekar en önnur þingmannafrumvörp.
Vilja að borgarfulltrúar verði 61 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í einræði stjórnar einn en í stjórnleysi ekki neinn. Hefur þú trú á að það leysi vandann?
Sigurður Hrellir, 9.10.2009 kl. 13:15
Nei. Það er samt alveg ástæðulaust að gefa vandanum lausan tauminn.
Magnús Óskar Ingvarsson, 9.10.2009 kl. 13:28
Fleiri fulltrúar meira lýðræði! Víðari sýn á hlutum en kostar peninga sem væri örugglega hægt að nota í eitthvað annað
HA (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.