Fótnóta

"Með tíma og tíma má binda vonir við að Icesave-deilan verði aðeins „fótnóta í sögunni“. Það er nú ekki hættan á því. Þetta mál verður aldrei að fótnótu heldur verður þetta meginkafli margra kennslubóka þar sem vandlega verður útlistað:

1.   Hvernig ríkisstjórn þjóðar gekk í líð með andstæðingum þjóðarinnar.

2.   Hvernig forsetinn tók í handbremsuna, ekki einu sinni heldur tvisvar.

3.   Hvernig þjóðin tvívegis rassskellti ríkisstjórn sína og afnam með öllu samninga, sem ríkisstjórnin vildi berja í gegn.

4.   Hvernig þjóðin endurkaus forseta sinn, sem ríkisstjórnin reyndi með öllum ráðum að sverta og koma frá.

Öllum þessum atriðum verða gerð skil í kennslubókum framtíðar. Þar verða nöfnin Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sett á bekk með öðrum kvislingum sögunnar eins og þau eiga skilið. Steingrímur getur látið sig dreyma um fótnótur enda er kannski skiljanlegt að hann vilji helst af öllu að þetta mál gufi bara upp og gleymist. En á því er ekki hætta. Þetta verður himinhrópandi dæmi um fráleita stjórnun og þjónkun stjórnvalda við erlenda ribbalda og verður uppistaða í stórum kafla eða köflum kennslubóka framtíðarinnar. Sem betur fer er nú lífi verstu ríkisstjórnar í Íslandssögunni alveg um það bil að fara að ljúka.


mbl.is Icesave aðeins „fótnóta í sögunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já,hann ríður ekki við einteyming hann Steingrímur.

Enda hefur hann enga hestana heima. Allur heiður til Ólafs Ragnars forseta og því fólki sem vann og vann gegn I-samningunum. Þið björguðuð Íslandi. Nú er bara að taka höndum saman og vísa hvaða svikahrappar eru á alþingi. Þ.e.a.s. hvaða þingmönnum/konum sem vildu semja við Breta og Hollendinga. Og ekki kjósa þessa Quislinga á þing aldrei aftur....

Fótnóta, ég hef aldrei heyrt þetta orð áður. Er einhver til að segja mér í hvaða samhengi þetta orð er notað? Kveðja.

Jóhanna (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 07:43

2 identicon

Skyldi maðurinn eiga við neðanmálsgrein?

Jón Garðar (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 08:39

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Sæl Jóhanna og Jón Garðar, takk fyrir innlitið. Jóhanna, ég hef heldur aldrei heyrt notað orðið fótnóta. Á ensku heitir þetta "footnote" og ég skildi strax hvað karlanginn meinti. Jón Garðar hittir nákvæmlega naglann á höfuðið, því að íslenska heitið á þessu fyrirbæri er "neðanmálsgrein".

Magnús Óskar Ingvarsson, 29.1.2013 kl. 17:36

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dýrafjörður?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2013 kl. 20:02

5 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Guðmundur, ég veit ekki af hverju ég næ ekki að tengja?

Magnús Óskar Ingvarsson, 31.1.2013 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband