Hvað er Össur að segja?

Sumt er kannski ágætt hjá kallinum, svo sem eins og ummæli hans um græðgina, siðleysið og ófyrirleitnina. En „Norræna fjölskyldan okkar yfirgaf okkur ekki“ er eitthvað sem hljómar í mínum eyrum eins og örg lygi. Svo hrósar hann Pólverjum verðskuldað fyrir örlæti þeirra, en gleymir alveg þeirri þakkarskuld sem við stöndum í við Færeyinga og mun hún ekki vera minni.

Svo segir hann að sögn Mbl.is: „... þið, alþjóðasamfélagið, hefur veitt okkur mikilvægan stuðning.“ Jæja, er það svo? Þetta er alveg með ólíkindum lágt lagst í smjaðrinu. Þarna hefði hann átt að standa í lappirnar og skamma alþjóðasamfélagið fyrir samblástur gegn okkur, misbeitingu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þágu tveggja ríkja, sem vissulega hlutu skaða af völdum nokkurra tuga ósvífinna Íslendinga, en svo er búið um hnútana að saklausri þjóð mun blæða í áratugi. Þetta hefði ég viljað að utanríkisráðherrann minn segði. En það er sko öðru að heilsa ef nokkuð er að marka fréttaflutninginn.


mbl.is Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn er hreinræktað fífl og þjóðinni til skammar,burt með þennan fávita.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 17:30

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Færeyingar eru í "norrænu fjölskyldunni". Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.9.2009 kl. 21:51

3 identicon

Jæja var Össi litli að bullukollast eina ferðina enn. Er hann að slá Álftanesfíflinu við?

axel (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 22:53

4 identicon

Er einhver að hlusta á þennan bjálfa?

gunna (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 22:56

5 identicon

Að þessi asni skuli vera í ríkisstjórn einhvers lands.

lelli (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband