Fyrir hvað?

Nei. Nú er mér öllum lokið. Þó svo að allt sé gott um Obama að segja enn sem komið er, þá fæ ég ekki séð að hann hafi gert nokkurn skapaðan hlut til þess að verðskulda þessa upphefð. Eins og heyra má á myndskeiðinu sem fylgir fréttinni leið frá áheyrendum undrunarstuna (það var ekki fögnuður heldur ódulin undrun) þegar nefndarformaðurinn tilkynnti um niðurstöðu nefndarinnar. Ef Obama hefði fyrir löngu kallað allt herlið Bandaríkjanna frá Afganistan og sent þangað í staðinn óvopnaðar hjálparsveitir með þúsundum manna og vel tækjum búnar ásamt læknaliði og lyfjabúrum þá horfði málið öðruvísi við. En ekkert slíkt hefur hann gert.

Þessi ráðstöfun er ekki síður undarleg en þegar Al Gore fékk verðlaunin fyrir umhverfisstefnu sína fyrir nokkrum árum. Ég held að aldrei fyrr hafi maður fengið Nóbelsverðlaun fyrir trú sína. Ég er alveg viss um það að Al Gore trúir (allavega að mestu) því sem hann segir um loftslagsmál, en ekkert af því getur hann fært sönnur á að svo komnu máli og sumt hefur löngu verið sannað að er bull. Eins og biblían (án þess að ég sé sérstakur trúmaður!) fræðir okkur um, þá er trú sannfæring um það sem ekki verður vitað eða sýnt fram á. Þannig að þetta er trú Gores og fyrir hana fékk hann verðlaunin. 


mbl.is Obama fær friðarverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 786

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband